| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Aldrei áður hefur tapi verið fagnað á Anfield Road. Tilefnið var fall ríkjandi Evrópumeistara. Þetta er leikur Liverpool og Barcelona í hnotskurn.

- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Barcelona hefur tvívegis unnið 1992 og 2006.

- Þetta var fjórða heimsókn Barcelona á Anfield Road.

- Barcelona vann þar í annað sinn.

- Liverpool hefur unnið einn leik og einu sinni hefur verið jafntefli.

- Í þau þrjú skipti sem Liverpool hefur leikið gegn Barcelona í útsláttarkeppni hefur Liverpool alltaf komist áfram!

- Liverpool hefur notað 25 leikmenn í Evrópukeppninni á þessari leiktíð.

- Alvaro Arbeloa varð 25. leikmaðurinn til að spila með í Evrópukeppninni.

- Xabi Alonso er eini leikmaðurinn til að spila í öllum níu Evrópuleikjunum.

- Það lá í loftinu að Liverpool færi áfram fyrst liðið vann fyrri leikinn á útivelli. Allt frá árinu 1996 hefur engu liði tekist að snúa við blaðinu eftir að hafa tapað heimaleiknum fyrst.

- Barcelona varð fimmtánda liðið til að mistakst í svona stöðu.

- Þetta var aðeins í sjöunda sinn sem Evrópubikarhafar næstu tveggja ára á undan hafa lent saman. Verjendur Evrópubikarsins hafa þrívegis haft betur.

- Jamie Carragher lék 87. Evrópuleik sinn með Liverpool. Aðeins Ian Callaghan hefur leikið fleiri Evrópuleiki fyrir Liverpool. Hann lék 89 leiki á Evrópumótunum.

- Þetta var 57. Evrópubikarleikur Jamie. Hann jafnaði þar með félagsmet Phil Neal. Í þessari tölu eru leikir í Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildinni.

- Tilvonandi eigendur Liverpool, George Gillett og Tom Hicks, horfðu á Liverpool spila á Anfield Road í fyrsta sinn.

- Þeir sögðust aldrei hafa upplifað annað eins andrúmsloft á neinum íþróttaviðburði!

Jákvætt:-) Liverpool sló Evrópumeistarana út úr Evrópubikarkeppninni! Liverpool lék einn sinn besta leik á leiktíðinni. Sérstaklega var leikur liðsins góður í fyrri hálfleik og leikmenn Barcelona komust varla fram fyrir miðju. m. Það gladdi líka augu að sjá Sami Hyypia skora. Síðast en ekki síst leit nýtt félagsmet dagsins ljós. Ekki amalegt dagsverk.

Neikvætt:-( Liverpool átti aldrei að tapa þessum leik. Líkt og gegn Manchester United mátti liðið þola ósanngjarnt tap. Sem betur fer kom það ekki að sök.  

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Steven Gerrard. Átti algeran stórleik. Gríðarleg yfirferð í þágu liðsins á miðjunni.

2. Jamie Carragher. Mögnuð framganga eins besta miðvarðar í Evrópu. Hann sýndi og sannaði, gegn leikmönnum í hæsta gæðaflokki, að hann er einn sá besti.

3. Steve Finnan. Herra Stöðugleiki. Hann á sjaldan slakan leik og átti framúrskarandi góðan leik gegn Barcelona.

 

 












TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan