Til hamingju Liverpool!
Frank Rijkaard, framkvæmdastjóri Barcelona, óskaði Liverpool til hamingju með að komast áfram í Meistaradeildinni. Hann telur að sitt lið hafi verið heppið að vinna í gærkvöldi og Liverpool hafi átt skilið að komast áfram.
"Við unnum þennan leik en kannski vorum við heppnir ef við miðum við hversu mörg marktækifæri Liverpool fékk í fyrri hálfleik. Við reyndum allt sem við gátum og ég er stoltur af baráttuanda og viðleitni minna manna. En Liverpool er lið sem erfitt er að spila gegn. Liðið er sterkt og liðsmenn búa yfir andlegum styrk. Svona gengur þetta. Stundum gengur dæmið ekki upp í knattspyrnunni sama hversu hart menn leggja að sér.
Ég verð að óska Liverpool til hamingju. Þeir eru með magnað lið. Líklega hefur þetta verið skemmtilegur leikur fyrir hlutlausa áhorfendur því það var leikinn mikil sóknarknattspyrna. Liverpool lék frábærlega og það er erfitt að fást við leikstíl þeirra. Öðrum liðum mun ekki líka að þurfa að spila gegn þeim. Þeir geta unnið alla ef heppnin er með þeim."
Svo mörg voru orð framkvæmdastjóra Evrópumeistara Barcelona. Hann hittir naglann á höfuðið í þessari umsögn sinni um rimmuna við Liverpool. Katalóníuliðið tók við Evrópubikarnum af Liverpool á síðasta vori. Það skyldi þó aldrei vera að Liverpool fengi bikarinn til baka frá Katalóníu í vor!
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!