Ein bestu úrslit í Evrópusögu Liverpool!
Leikmenn Liverpool fögnuðu innilega eftir að hafa slegið Barcelona út úr Meistaradeildinni. Liverpool átti skilið að komast áfram og Jamie Carragher, sem átti stórleik í vörninni í kvöld, telur afrekið með þeim mestu í Evrópusögu Liverpool.
"Þetta félag á glæsilega Evrópusögu en fyrir utan að vinna úrslitaleiki á Evrópumótum þá eru þetta líklega mögnuðustu úrslit í Evrópusögu félagsins. Þó svo að við höfum slegið Barcelona úr leik þá eru þeir besta félagslið í heimi.
Þegar tíu til tólf mínútur voru eftir áttum við í vök að verjast. Við vonuðumst bara eftir að það yrði flautað til leiksloka sem allra fyrst. Við áttuðum okkur ekki á því að það væri búið að flauta leikinn af fyrr en nokkrum sekúndum eftir að flautið gall. Við höfðum þetta af."
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!