| Grétar Magnússon

Bætum við frábæra Evrópusögu Anfield

Jamie Carragher segir að leikmenn Liverpool séu staðráðnir í því að bæta við nokkrum góðum köflum í Evrópusögu Anfield með því að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.

Jamie Carragher bendir réttilega á að Liverpool eigi nú aðeins fá ár eftir á núverandi leikvangi þar sem nýr leikvangur verður byggður á Stanley Park innan fárra ára.

Ef liðið kemst áfram í kvöld er ekki ólíklegt að leikurinn komist í sögubækurnar sem eitt eftirminnilegasta kvöldið á Anfield í Evrópusögu félagsins.

,,Nú þegar nýir eigendur eru að koma inní félagið lítur svo sannarlega út fyrir að við verðum komnir á nýjan leikvang eftir nokkur tímabil. Það þýðir að kvöldum sem þessum fer fækkandi og við verðum að reyna að gera sem mest úr þeim og við getum.  Auðvitað vonumst við til þess að nýji völlurinn verði eins góður, ef ekki betri, þegar kemur að andrúmsloftinu.  En við vitum að það hafa verið mörg frábær kvöld á Anfield í gegnum árin og í hvert skipti sem við spilum í stórum leikjum hér vonumst við til þess að fleiri séu væntanleg."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan