Verum einbeittir
Sami Hyypia, hinn reyndi varnarmaður Liverpool, hvetur félaga sína til að vera einbeitta í kvöld þegar þeir leika seinni leik sinn við Barcelona. Finninn veit að það má ekkert fara úrskeiðis ef Liverpool á að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
"Við vitum að við þurfum að leika alveg jafn vel í seinni leiknum eins og við gerðum í þeim fyrri. Ef við náum ekki að gera það þá vinnur Barcelona. Við verðum þar með úr leik og þurfum þá að velta því fyrir okkur hvað fór úrskeiðis.
Það má vera að þetta sé gömul tugga en þar er bara hálfleikur núna. Það má enginn gleyma því að það eru enn 90 mínútur eftir á Anfield. Lið sem er jafn gott og Evrópumeistararnir eru mun hafa trú á því að það geti snúið blaðinu við frá fyrri leiknum. Barcelona hefur áður unnið á Anfield. Við verðum að átta okkur á því að okkur dugar ekkert annað en toppleikur ef við eigum að geta tryggt okkur sæti meðal átta síðustu liðanna í keppninni."
Leikmenn Liverpool hafa síðustu daga undirbúið sig af kappi fyrir leikinn í kvöld. Hér eru myndir sem voru teknar á æfingu liðsins á Melwwod.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur

