Lykilatriði
Eins og venjulega mæta ellefu leikmenn öðrum ellefu á Anfield Road í kvöld. Hér er litið á væntanleg einvígi nokkurra leikmanna sem talin eru skipta miklu þegar á hólminn er komið. Svo er að sjá hvort þessir leikmenn spila í kvöld. Þessi úttekt birtist í vefútgáfu Daily Mail.
JAMIE CARRAGHER v SAMUEL ETO'O
Jamie Carragher er borinn og barnfæddur í Liverpool búi og er mjög stoltur af því. Hann er hornsteinn varnar Liverpool og átti framúrskarandi leik á Nou Camp fyrir hálfum mánuði. His gefst aldrei upp og sigurvilji hans hefur gert hann að hetju meðal þeirra stuðningsmanna Liverpool sem eru á The Kop. Hann mun njóta þess að takast á við bestu leikmenn Barca.
Samuel Eto'o frá Kamerún er beinskeyttasti sóknarmaður Barca. Hann hefur þó ekki náð sér á strik upp á síðkastið eftir erfið meiðsli og meintan ágrening við Frank Rijkaard þjálfara. Þessi vandamál verður að setja í salt þegar Frank reynir að koma liðinu sínu í átta liða úrslit. Liverpool þarf að hafa vara á gagnvart honum.
MOHAMED SISSOKO v RONALDINHO
Hinn kraftmikli landsliðsmaður Malí er nýkominn í liðið aftur eftir meiðsli og hefur styrkt miðjuna. Rafael Benítez er þó ekki enn búinn að finna bestu leiðina við að nota hann, Steven Gerrard og Xabi Alonso í einu. Hann er óþreytandi og gæti verið bestu mönnum Barcelona erfiður ljár í þúfu.
Ronaldinho er af flestum talinn besti knattspyrnumaður heims. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni ef miðað er við hin háuleitu viðmið sem hann situr sér. Líkamlegt ástand hans er ekki talið upp á það besta. Brasilíumaðurinn hefur sýnst kærulaus og áhugalítill á köflum. Sögusagnir herma að hann ætli að fara til Ítalíu. Hann er samt stórhættulegur.
CRAIG BELLAMY v CARLES PUYOL
Rafael Benítez velur ekki alltaf hinn fljóta Craig Bellamy í liðið þegar hann vill fara varlega. Veilsverjinn er þó sá sóknarmaður Liverpool sem hefur verið að spila hvað best upp á síðkastið. Hann hefur látið umfjöllun blaða um óheppileg atvik utan vallar sem vind um eyru þjóta. Craig átti stórgóðan leik á Nou Camp og olli Manchester United vandræðum á laugardaginn.
Carlos Puyol er fyrirliði Barca og leikur stöðu miðvarðar. Hann er gríðarlega duglegur, krafmikill og býr yfir miklum eldmóði. Hann er yfirvegaður leikmaður og mikill leiðtogi. Barca þarf á yfirvegun hans að halda þegar liðið reynir að komast inn í leikinn og bæta stöðuna frá í fyrri leiknum.
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!