| Grétar Magnússon

Steven Gerrard ákallar Kop stúkuna

Steven Gerrard vill að Barcelona fái sömu móttökur og Chelsea fékk á sínum tíma, þegar Spánverjarnir mæta á Anfield annað kvöld.

Steven veit sem er að rimman er ekki búin en hann treystir því að andrúmsloftið á Anfield verði magnað og muni hjálpa liðinu að klára einvígið.

,,Þegar við spiluðum við Chelsea fyrir tveim árum síðan var eitt atriði sem sat eftir í hugum okkar og það var hávaðinn frá stuðningsmönnunum sem voru byrjaðir að láta til sín heyra þegar við vorum að hita upp,"

,,Ekki aðeins veitti það okkur innblástur heldur líka gerði það leikmenn Chelsea taugaóstyrka.  Það væri frábært ef stuðningsmenn okkar gætu komið snemma á völlinn og myndað sömu stemmningu á vellinum vel fyrir leik."

,,Við kunnum allir að meta það hvað Kop stúkan getur gert á kvöldum sem þessum.  Það er engin spurning að þetta gerir gæfumuninn og það sannaðist í stórleikjunum árið 2005.  Stuðningurinn verður mikilvægur því við vitum að þetta er ekki búið.  Barcelona eru Evrópumeistararnir og við munum þurfa að spila jafn vel núna og við gerðum á Nývangi, til að komast áfram."

Eftir svekkjandi tap gegn Manchester United á laugardaginn verða leikmenn liðsins að rífa sig upp og einbeita sér að næsta verkefni.

,,Það eru mikil vonbrigði að tapa svona.  Við vorum óheppnir en United gerðu það sem verðandi meistarar gera oft.  Vinna án þess að spila vel."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan