Xabi vill gleðja stuðningsmenn Liverpool!
Xabi Alonso vill að leikmennn Liverpool gleðji stuðningsmenn sína með sigri á Everton á morgun. Ekkert annað en sigur dugar til að kæta þá eftir tapið fyrir Everton í haust. Það tap sveið sárt.
"Það er ekki neinn vafi á því að við myndum vilja snúa þeim úrslitum við núna. Það tap sveið sárt. Þar sem leikurinn verður á Anfield þá vonumst við til að annað verði upp á teningnum núna. Við erum líka allt annað lið núna.
Eina leiðin til þess að njóta derby leiks er að vinna hann. Þessir leikir eru alltaf tilfinningaþrungnir. Núna vitum við að stuðningsmenn okkar munu hvetja okkur svo við spilum vel. Þetta er leikur sem við viljum fyrir alla muni vinna bæði fyrir stuðningsmenn okkar og okkur sjálfa.
Við erum vel vanir leikjum sem þessum. Það verður mikið af tæklingum, löngum sendingum og hörðum návígjum. Það mikilvægasta er þó að ná stigunum þremur. En við vitum líka að derby leikur í Liverpool er öðruvísi leikur en aðrir leikir. Þetta er leikur sem skiptir fólk meira máli en aðrir leikir."
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!