| Ólafur Haukur Tómasson

Liverpool gengur frá kaupum á spænsku tvíeyki

Liverpool gekk rétt í þessu frá kaupunum á Alvara Arbeloa frá Deportivo La Coruna og Francisco Manuel Duran frá Malaga. Báðir gengu þeir undir læknisskoðun nú fyrr í kvöld og gengu frá félagskiptum sínum frá Spáni.Arbeloa

Arbeloa gekk til liðs við Deportivo frá Real Madríd á síðasta ári og hefur leikið 20 leiki fyrir Deportivo á þessu tímabili.

Hann viðurkennir að hann hafi verið óviðbúinn tilboði frá Liverpool, en nú hlakkar honum til að starfa með Rafael Benítez og nýju liðsfélögum sínum.

"Þar til í gærkvöldi var ég ekki viss hvort ég myndi fara eða ekki," sagði hann.

"Umboðsmaður minn sagði mér að viðræðurnar gengu vel fyrir sig og ég frétti svo að félögin hafi komist að samkomulagi."

"Fyrir mér er þetta mikil prófraun og ég vona innilega að það heppnist vel. Þetta er stórt skref fyrir mig."

DuranLiverpool fékk einnig til liðs við sig hinn 18 ára gamla Francisco Manuel Duran frá Malaga.

"Þetta er einstakt tækifæri og ég gat ekki hugsað mér að sleppa því," sagði hann. "Ég hef talað við Rafa Benítez og ég hef trú á að þetta sé besti kosturinn fyrir mig."

"Að leika fyrir hönd Liverpool er draumur fyrir mig og ég þrái að spila fyrir liðið."

Arbeloa leikur stöðu hægri bakvarðar og mun berjast um stöðu við Steve Finnan en Duran er miðjumaður og kemur inní unglingastarf félagsins.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan