| Sf. Gutt

Dregið í Meistaradeildinni

Í gær var dregið í Meistaradeildinni. Eins og á síðustu leiktíð verður keppt í einni deild. Liverpool mætir átta mismunandi liðum. Fjórum heima í Liverpool og fjórum á útivöllum.

Heima

Real Madrid

Altetico Madrid

PSV Eindhoven

Qarabag

Úti

Inter Milan

Eintracht Frankfurt

Marseille

Galatasaray

Á síðustu leiktíð mætti Liverpool bæði Real Madrid og PSV Eindhoven í deildinni. Það verður líklega mikil spenna í loftinu þegar Trent Alexander-Arnold kemur aftur heim. 

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að hvert lið mætir átta liðum í sameinaðri 24 liða deild. Eftir að leikjunum er lokið fara átta efstu liðinu beint áfram í 16 liða úrslit. Liðin frá níunda sæti og niður úr leika svo í útslætti um hin átta sætin í 16 liða úrslitum. Frá og með 16 liða úrslitum verður leikið með útslætti heima og heiman eins og verið hefur.

Miklu skiptir að ná sem flestum stigum í leikjunum átta. Með því að komast beint áfram úr deildinni sparast tveir leikir í úrsláttarkeppninni.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan