| Ríkharð Ríkharðsson

Rafa ánægður með afmælisbarnið

Rafa Benitez hefur lýst yfir ánægju sinni yfir gæðaspyrnunni hans Peter Crouch á móti West Ham, en viðurkennir að hann hafði ekki hugmynd um að þetta væri afmælismark enska landsliðsmannsins.

Crouch kláraði færið sitt vel af 15 metra færi, eftir vel uppbyggða sókn hjá Xabi Alonso, Steven Gerrard, Craig Bellamy og John Arne Riise.

"Við skoruðum tvö frábær mörk eftir gott spil. Mér finnst annað markið mjög gott, við unnum boltann djúpt inná okkar vallarhelming, unnum fram, skiptum á milli kanta og Crouch kláraði mjög vel", sagði Benítez.

"Ég vissi ekki að það væri afmælið hans. Þar sem það var aðeins einn dagur eftir af leikmannaglugganum einbeititi ég mér að öðrum hlutum!"

Þrátt fyrir að hafa orðið agndofa yfir seinna marki Liverpool, segir Benítez að það hafi verið mark Dirk Kuyt sem skipti sköpum í leiknum.

"Mark Kuyt gerði gæfumuninn, sú staðreynd að við skoruðum fyrst gaf okkur meira sjálfstraust og West Ham þurfti að skora. Það var fyrst þegar þeir skoruðu að við urðum örlítið stressaðir. En tímasetningin á fyrra markinu var frábær fyrir okkur."

Á meðan heldur Beniíez því fram að leikmenn hans njóti hverrar mínútu fótboltans.

"Sú staðreynd að við erum að þrýsta á toppinn hjálpar okkur að hvetja leikmennina áfram. Áður en við unnum Chelsea var fólk að tala um að við gætum ekki unnið toppliðin."

"Núna þegar við unnum góðan sigur á toppliði, erum við betri en þeir og höldum áfram á sigurbraut. Við höfum næg gæði til þess að vera að minnsta kosti nær þeim. Ef leikmennirnir okkar spila vel þá höfum við mjög gott lið."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan