Meiðslafréttir
Þrátt fyrir fréttir þess efnis í morgun, að Xabi Alonso væri ekki leikfær gegn Reading á morgun hefur Rafael Benitez staðfest að Spánverjinn verði með og það sama má segja um Mark Gonzalez. Craig Bellamy er hinsvegar ekki leikfær og óvíst er með Luis Garcia.
Bellamy er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hafa haldið honum útúr liðinu síðan í leiknum gegn Manchester United en er ekki kominn í nógu gott form til að spila. Benitez mun því ekki taka áhættuna á því að láta hann spila.
Alonso hefur jafnað sig af meiðslunum sem hann hlaut í leiknum gegn Bordeaux en hann þurfti að fara af leikvelli snemma í síðari hálfleik vegna þeirra.
Mark Gonzalez verður einnig í hópnum fyrir leikinn á morgun eftir að hafa jafnað sig af smávægilegum meiðslum.
,,Xabi er klár og til í slaginn og Craig er byrjaður að æfa en ég mun hinsvegar ekki taka áhættuna með hann á móti Reading," sagði Benitez.
,,Mark Gonzalez er einnig klár og við sjáum til með hvernig Luis Garcia verður á laugardaginn."
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut