Takið eftir þessum!
Vefsíða BBC valdi, nú í upphafi leiktíðar, nokkra athyglisverða leikmenn úr Úrvalsdeildinni og lagði til við lesendur sína að þeir taki sérstaklega vel eftir þeim á sparktíðinni. Einn leikmaður Liverpool varð fyrir valinu. Umsögnin um þennan athyglisverða leikmann fylgir hér í íslenskri þýðingu.
GABRIEL PALETTA (Liverpool)
Argentínskur miðvörður sem er ekki mjög þekktur. Ekki ennþá í það minnsta. Rafa Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, borgaði Atletico Banfield tvær milljónir sterlingspunda fyrir þennan undir 20 ára landsliðsmann og hefur líkt honum við Roberto Ayale núverandi miðvörð Argentínska landsliðsins. Það verður ekki auðvelt að standa undir slíkum samlíkingum en Gabriel var þó í liði Argentínumanna sem vann Heimsmeistarakeppni ungmenna árið 2005. Í því liði var líka Lionel Messi.
Rafael mun vonast til þess að þessi stæðilegi miðvörður, sem er aðeins tvítugur, muni taka vel eftir og læra af hinum góðu fyrirmyndum sem þeir snjöllu Sami Hyypia og Jamie Carragher eru. Hann er þó nú þegar búinn að sýna að hann þurfi kannski ekki á svo mörgum kennslustundum að halda.
-
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!