Robbie Fowler orðinn sá fimmti markahæsti
Mark Robbie Fowler gegn W.B.A. á laugardaginn færði hann marki ofar en sjálfur Kenny Dalglish á listanum yfir markahæstu menn Liverpool. Robbie vill hinsvegar ekki gera mikið veður út af afrekinu.
,,Þetta er frábært fyrir mig en Kenny Dalglish er alvöru Liverpool goðsögn. Að komast nálægt honum er mikið afrek og það að komast einu marki ofar en hann gerir mig mjög glaðan," sagði Robbie.
Markið kom Liverpool á bragðið eftir aðeins sjö mínútur. Sigurinn var mjög mikilvægur í baráttunni um annað sæti deildarinnar og Robbie neitar að gefast upp í baráttunni gegn Manchester United.
,,Við verðum bara að hafa áhyggjur af sjálfum okkur og reyna að vinna eins marga leiki og hægt er en við vitum að það verður erfitt. Ef við vinnum okkar leiki og liðin fyrir ofan okkur misstíga sig þá verðum við að nýta okkur það."
,,Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Við náðum góðum úrslitum gegn Everton um síðustu helgi og við vissum að við yrðum að gera það sama hér. Við byrjuðum vel, skoruðum mark snemma og áttum stigin þrjú skilið í lok leiks."
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur

