| Sf. Gutt

Litli strákurinn yrði sennilega undrandi!

Conor Bradley byrjaði snemma að sparka bolta úti í garði heima hjá sér á Norður Írlandi. Hann hefur náð langt með dugnaði og elju. Conor er fastamaður í liðshópi Liverpool og eins í landsliði Norður Írlands. Hann hefur upp á síðkastið verið fyrirliði Norður Íra.

En hvað myndi litli strákurinn Conor Bradley halda ef hann vissi hvað Conor orðinn fullorðinn hefur afrekað það sem af er ferils hans?   

,,Ég held að hann myndi vera frekar undrandi yfir því hvað ég hafi náð að afreka. Hann myndi segja mér að halda áfram að leggja hart að mér og reyna að nýta það sem ég fékk í vöggugjöf ."

Í vor varð Conor Bradley Englandsmeistari með Liverpool. Hann var í liðshópi Liverpool sem vann FA bikarinn 2022 og Deildarbikarinn 2022 og 2024. Áður hafði hann unnið Bikarkeppni neðri deilda 2023 með Bolton Wanderes en hann var þá lánsmaður hjá liðinu.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan