Ungliðar á braut
Segja má að fardagar séu í knattspyrnunni þegar opið er fyrir félagaskipti. Hluti af því er þegar framtíð ungra leikmanna ræðst. Sunir fá framlengingu á samningi en aðrir halda á braut.
Sjö ungliðar fara nú frá Liverpool. Um er að ræða þá Dominic Corness, Louis Enahoro-Marcus, Harry Evers, Lee Jonas, Jakub Ojrzynski, Jacob Poytress og Reece Trueman. Enginn þeirra lék með aðalliði Liverpool.
Pólski markmaðurinn Jakub Ojrzynski komst næst aðalliðinu af þeim félögum. Hann var einu sinni á varamannabekknum. Jakub kom til Liverpool 2019.
Á hinn bóginn fá átta, Kareem Ahmed, Emmanuel Airoboma, Keyrol Figueroa, Kyle Kelly, Michael Laffey, Wellity Lucky, Terence Miles og Ranel Young, leikmenn tilboð um nýja samninga.
Ranel Young er eini þeirra félaga sem hefur náð að dyrum aðalliðsins. Hann var tvívegis á varamannabekknum á síðasta keppnistímabili. Ranel er efnilegur vængmaður.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar þeim sem fara góðs gengis.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður