Caoimhin Kelleher yfirgefur Liverpool
Írski markmaðurinn Caoimhin Kelleher hefur yfirgefið Liverpool. Hann gerði fimm ára samning við Brentford. Liverpool fær 18 milljónir sterlingspunda fyrir írska landsliðsmarkmanninn. Reyndar er upphaflegt verð 12,5 milljónir en kaupverðið getur að uppfylltum ákvæðum farið upp í 18 milljónir.
Caoimhin kom til Liverpool frá írska liðinu Ringmahon Rangers árið 2015. Hann stóð sig frábærlega með Liverpool og á drjúgan þátt í velgengni síðustu ára. Framganga hans í Deildarbikarúrslitaleikjunum 2022 og 2024 verður lengi í minnum höfð. Hann var í sigurliðum Liverpool í Meistaradeildinni og Stórbikar Evrópu 2019. Caoimhin varð Englandsmeistari núna í vor. Hann var í sigurliði Liverpool í FA bikarnum 2022.
Írinn spilaði 67 leiki með Liverpool. Hann hélt 24. sinnum hreinu. Hann hefur verið aðalmarkmaður í landsliðinu og er búinn að spila 22 leiki fyrir Íra.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Caoimhin Kelleher framlag sitt til Liverpool. Um leið fylgja óskir um gott gengi hjá nýja félaginu. Nema auðvitað á móti Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður!