| Sf. Gutt

Óhugnalegar fréttir

Óhætt er að segja að óhugnalegar fréttir hafi borist frá Liverpool borg undir kvöld í gær rétt eftir að sigurförinni miklu lauk. Hér verður farið yfir það helsta í þeirri atburðarás. Tekið skal fram að fréttin er skrifuð núna undir kvöld. 

Bíll komst inn á lokað svæði í þvergötunni, Water street, sem liggur að The Strand, sem er aðalgatan í gegnum borgina. All nokkrir vegfarandur urðu fyrir bílnum sem var ekið af stjórnleysi um svæði það sem fjöldi fólks var á leið á brott eftir skrúðgönguna. Fyrir utan að fólk slasaðist greip um sig ótti og örvænting hjá fólkinu sem var næst atburðarásinni. Eins var fólk vítt um borgina óttaslegið þegar fréttir af atvikinu bárust út.

Alls þurftu 65 einstaklingar að leita læknishjálpar. Í allt voru 27 fluttir á sjúkrahús í gær þar af fjögur börn. Núna þegar þetta er skrifað eru enn 11 á sjúkrahúsi. Allir þeir sem enn eru á sjúkrahúsi eru í stöðugu ástandi og á batavegi að því var sagt á blaðamannafundi í Liverpool núna eftir hádegið. Vonandi lifa allir og ná bata. 

Ökumaður bílsins var handtekinn á vettvangi í gær. Hann er 53 ára og er af Liverpool svæðinu. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að ökumaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna. Atvikið er ekki talið tengjast neinum öðrum en ökumanninum. 

Gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdaaðila skrúðgöngunnar vegna þess að ökumaðurinn komst inn í götuna sem var lokuð. Á blaðamannafundinum var greint frá því að bíllinn virtist hafa komist inn í kjölfar sjúkrabifreiðar sem óskað var eftir inn á svæðið vegna bráðra veikinda einstaklings. 

Þessi óhugnalegi atburður settur auðvitað mikinn skugga á ölll hátíðahöldin í gær sem gengu annars vel. Nú er að vona að allir sem sem slösuðust nái góðum bata. Líkamlega og ekki síður andlega en við atburðinn sló skiljanlega óhug á alla í Liverpool borg og víðar. 

Foráðamenn Liverpool F.C. og allir framkvæmdaaðilar skrúðgöngunnar hafa sent frá sér yfirlýsingar um samhug og vilja til þess að vinna að málinu öllum til hagsbóta. Fjöldi fyrrum og núverandi leikmanna hafa sent frá sér fallegar kveðjur. Charles Bretakonugur og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sendu góðar kveðjur til íbúa Liverpool.

YNWA!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan