Liverpool borg máluð rauð!
Óhætt er að segja að Liverpool borg hafi verið máluð rauð í dag. Um það sá Rauði herinn þegar hann fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli Liverpool.
Veðrið lék ekki við fólkið sem fagnaði Englandsmeisturunum. Það var heldur hráslagalegt og rigning. Þegar leið á daginn jókst rigningin. Veðrið dró þó ekki úr stuðningsmönnum Liverpool sem fylktust út og stilltu sér upp meðfram leiðinni sem farin var. Einhverjir telja að allt að ein og hálf milljón manna hafi verið í Liverpool borg á meðan á fagnaðarhöldunum stóð.
Ekin var sama leið eða svipuð og farin var í sigurförunum 2019 og 2022. Hundruð þúsunda voru meðfram leiðinni sem farin var. Mesti fjöldin var þó í miðborg Liverpool meðfram aðalgötunni The Strand.
Önnur frétt, hér á síðunni, greinir frá hinum óhugnalega atburði sem gerðist þegar sigurförinni var nýlokið. Þá frétt er að finna hér.
-
| Sf. Gutt
Óhugnalegar fréttir -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Alan Hansen afhendir Englandsbikarinn! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Alexis kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Jafnt gegn Skyttunum -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum