Af leikmannamálum
Þrír leikmenn eru sterklega orðaðir við Liverpool þessa dagana. Sagt er að formsatriði sé með einn þeirra að hann komi til Liverpool.
Jeremie Frimpong og Florian Wirtz leikmenn Bayer Leverkusen eru vel inni í myndinni. Reyndar ganga margir fjölmiðlamenn svo langt að segja að Jeremie sé búinn að gera samning. Talið er að hann kosti um 30 milljónir sterlingspunda. Um Florian er sagt að hann vilji helst af öllu gera samning við Liverpool og hafi hafnað tilboði Bayern Munchen. Hann verður reyndar mjög dýr. Örugglega dýrasti leikmaður í sögu Liverpool.
Jeremie er hollenskur landsliðsmaður. Hann spilar stöðu hægri bakvarðar og getur líka leikið framar á vellinum. Florian er sóknarsinnaður miðjumaður og er þýskur landsliðsmaður.
Þriðji leikmaðurinn sem er mest orðaður við Liverpool er Milos Kerkez leikmaður Bournemouth. Hann er ungverskur landsliðsmaður sem spilar sem vinstri bakvörður. Samkvæmt fréttum er mál hans ekki jafn lang komið og hinna tveggja.
Við sjáum hvað setur.
-
| Sf. Gutt
Alexis kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Jafnt gegn Skyttunum -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Suður í sólina! -
| Sf. Gutt
Að baula eða ekki baula? -
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur!