Spáð í spilin
Eins og venjan hefur verið verður litið á síðasta deildarleikinn á leiktíðinni. Nú verða Englandsmeistarar krýndir á Anfield Road. Þetta verður sannarlega hátíðisdagur!
Nýbakaðir bikarmeistarar Crystal Palace koma í heimsókn til Liverpool. Liðið vann FA bikarinn í fyrsta skipti um síðastu helgi. Vel af sér vikið hjá Örnunum.
Þýski foringinn yfirgaf sviðið fyrir einu ári. Hægláti Hollendingurinn tók við. Stuðningsmenn Liverpool vissu sennilega ekki hvernig mál myndu þróast næsta árið eða svo. En staðreyndin er sú að Liverpool vann efstu deild á Englandi, í 20 skipti, með yfirburðum. Það er ekki neinn hroki að halda því fram. Rauði herinn hefur leitt deildina frá því í nóvember og titillinn var tryggður í lok apríl þegar fjórar umferðir voru eftir. Sigurinn kom meira að segja fram á jarðskjálftamælum. Það er ekki annað hægt en að segja að það séu yfirburðir!
Krýningardagur á Anfield í dag. Í fyrsta skipti frá 1990 tekur fyrirliði Liverpool við Englandsbikarnum á Anfield fyrir framan troðfullan leikvang. Alan Hansen, sem tók við Englandsbikarnum 1990, mun taka þátt í krýningarathöfninni! Hann færir Virgil van Dikj bikarinn. Dásamlegt!
Ég spái því að Liverpool endi leiktíðina með sigri. Liverpool vinnur 3:1. Mohamed Salah skorar tvö mörk og Luis Díaz eitt. Svo hefst krýningarathöfnin. Á morgun verður svo skrúðgangan. Yndislegt!
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Óhugnalegar fréttir -
| Sf. Gutt
Liverpool borg máluð rauð! -
| Sf. Gutt
Alan Hansen afhendir Englandsbikarinn! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Alexis kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Jafnt gegn Skyttunum -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum