Útilokað að tapa leiknum!
Arne Slot segir að honum hafi fundist að Liverpool gæti ekki tapað fyrir Tottenham þegar hann kom að Anfield í liðsrútunni fyrir leikinn í gær. Hann segir einstakt að hafa fengið að upplifa allt sem gerðist í gær.
,,Eina skiptið sem tilfinningarnar náðu tökum á mér í dag var þegar við komum að leikvanginum í rútunni. Að sjá og skynja tilfinningar stuðningsmannanna og hversu mikla þýðingu þetta allt hafði fyrir þá var sannarlega áhrifaríkt. Það var alveg fábært að okkur skyldi gefast tækifæri á að vinna titilinn hérna. En um leið fór maður að hugsa að það þyrfti samt að ljúka verkefninu. En á sama tíma held ég að allir þeir sem voru í rútunni hafi haft þá tilfinningu að ef við hefðum stuðningsmennina, eins magnaða eins og þeir eru, með okkur þá væri útlokað að við myndum tapa þessum leik. Stuðningurinn sem við fengum á meðan á leiknum stóð og eins eftir hann var ótrúlegur. Eins var ótrúlegt hversu vel leikmennirnir okkar spiluðu. Það var einstakt að vera upplifa þennan dag."
Hvernig skyldi Arne Slot líða eftir að hafa gert Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta keppnistímabili?
,,Ég er auðvitað himinlifandi. Að nokkru er þetta allt svolítið óraunverulegt því maður leggur svo gríðarlega hart að sér til að svo stund geti orðið að veruleika. Svo þegar allt gengur upp tekur það sinn tíma að átta sig til fulls. En hamingja stuðningsmannanna var svo augljós að vorum fljót að skilja hversu mikið afrek við unnum saman á þessu keppnistímabili."
Afrekið er sannarlega mikið!
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina