Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Conor Bradley var á dögunum útnefndur Leikmaður ársins hjá landsliði Norður Írlands fyrir árið 2024. Það er vel af sér vikið hjá honum að hljóta þessa viðurkenningu. Conor hafði þetta að segja eftir að hann tók við viðurkenningunni.
,,Ég er virkilega stoltur yfir því að hafa fengið viðurkenninguna. Árið 2024 var skiljanlega gott fyrir mig en ekki bara fyrir mig heldur líka liðið í heild. Ég er mjög stoltur. Mig langar að segja stuðningsmönnunum að ég get ekki beðið eftir að hitta þá aftur í sumar. Svo heldur undankeppnin áfram í september. Höldum áfram að gera góða hluti saman."
Conor hefur sem af er leikið 53 leiki með Liverpool. Hann er búinn að skora eitt mark og leggja upp tíu. Óhætt er að segja að Conor sé einn efnilegasti leikmaður Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins!