Jarell Quansah ekki meiddur
Jarell Quansah var skipt af velli í fyrri hálfleik í Deildarbikarleiknum við Tottenham í vikunni. Flestir töldu að hann væri meiddur en svo var ekki.
Jarrell fór ef velli eftir hálftíma og kom Wataru Endo í hans stað. Sem betur fer var hann ekki meiddur. Skiptingin kom til af því að hann fann fyrir veikindum. Það er sannarlega gott að Jarell sé ekki meiddur því Joe Gomez verður á meiðslalistanum næstu vikur.
Á blaðamannafundi dagsins sagði Arne Slot að Jarrell verði líklega tiltækur á morgun þegar Liverpool mætir Accrington Stanley í FA bikarnum á Anfield Road. Dominik Szoboszlai ætti líka að vera til taks en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool vegna vikinda.
Jarrell Quansah lék mikið með aðalliðinu á síðasta keppnistímabili. Alls er hann búinn að spila 43 leiki með Liverpool og skorað þrjú mörk. Hann hefur tekið þátt í tíu leikjum það sem af er leiktíðar.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!