Fórnarlambanna á Heysel minnst

Í dag eru 40 ár liðin frá því 39 áhorfendur létust á Heysel leikvanginum í Brussel í Belgíu. Harmleikurinn átti sér stað áður en Liverpool og Juventus mættust í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 29. maí 1985. Ólæti urðu milli hópa stuðningsmanna Liverpool og Juventus á áhorfendastæðunum er þar hafði stuðningsmönnunum verið úthlutað stæðum hlið við hlið. Því miður hrundi veggur yfir á svæðið þar sem stuðningsmenn Juventus voru staðsettir með hörmulegum afleiðingum.
Ekki skal dregið úr hlut áhorfenda sem áttu hlut að þeim hluta atburðarásarinnar sem varð til þess að 39 létust. En líkt og á Hillsborough báru framkvæmdaaðilar leiksins mikla ábyrgð á hvernig fór. Leikvangurinn var orðinn gamall og lélegur og telja margir að leikurinn hefði aldrei átt að fara þar fram. Eins var algjörlega óskiljanlegt að stuðningsmönnum liðanna skyldi vera úthlutað sömu stúkunni með litlum og lélegum skilrúmum. Öryggisgæsla þótti líka ónæg og illa skipulögð.
Mikil rannsókn fór fram eftir harmleikinn. Á fjórða tug voru handteknir. Ákærur voru birtar og 14 stuðningsmenn Liverpool voru dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp.
Auk þeirra sem létust slösuðust 600 manns. Af þeim sem létust voru 32 frá Ítalíu, fjórir Belgar, þrír Frakkar og einn Norður Íri.
Harmleiksins verður í dag minnst í Brussel, Liverpool og Tórínó. Á Anfield Road er minningarskjöldur um fólkið sem fórst í Brussel. John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, og Jonathan Bamber, fulltrúi Liverpool F.C., lögðu blóm við minningarskjöldinn. Ian Rush, sem lék eina leiktíð með Juventus, var viðstaddur minningarathöfn í Tórínó með Bill Hogan forstjóra Liverpool.
Blessuð sé minning þeirra 39 sem létust í Brussel. Hér að neðan eru nöfn þeirra.

Hvíl í friði.
-
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður!