Sex fyrirliðar í röðum Liverpool!
Nú þegar landsleikir standa yfir má hafa orð á því að Liverpool á nú hvorki fleiri né færri en sex landsliðsfyrirliða í sínum röðum. Það er býsna magnað og líklega eru ekki mörg lið sem geta státað af slíku. Hér að neðan eru fyrirliðarnir sex.

Andrew Robertson - Skotland.

Conor Bradley - Norður Írland.

Dominik Szoboszlai - Ungverjaland.

Mohamed Salah - Egyptaland.

Wataru Endo - Japan.

Virgil van Dijk - Holland.
Allir nema Conor hafa verið fyrirliðar landsliða sinna síðustu árin. Andrew sennilega lengst og hann er búinn að slá skoska metið yfir fjölda landsleikja sem fyrirliði.

Þess má geta að Liverpool hefur átt fleiri landsliðsfyrirliða nú síðustu árin. Má nefna þá Jordan Henderson og Sadio Mané. Jordan var reyndar fyrirliði í afleysingum.
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur

