Tveir uppaldir í enska landsliðinu

Tveir uppaldir leikmenn Liverpool eru nú í enska landsliðinu. Annar var valinn í upphaflega hópinn en hinum var bætt við í dag eftir að meiðsli settu strik í reikninginn hjá leikmönnum. Um er að ræða þá Curtis Jones og Jarell Quansah.

Curtis var í upphaflega hópnum. Jarell var svo bætt inn í hópinn í dag. Báðir hafa áður verið valdir í aðallandsliðið. Það gerðist nú í sumar fyrir Evrópumót landsliða í Þýskalandi. Þeir hafa þó ekki spilað fram til þessa. Curtis og Jarell hafa spilað með yngri landsliðum Englands og nú síðast fyrir undir 21. árs liðið.

Í raun hefðu þrír uppaldir leikmenn Liverpol átt að vera í enska landsliðshópnum. Trent Alexander-Arnold var valinn í upphaflega hópinn en hann varð að draga sig í hlé vegna meiðsla. Hann er búinn að spila 33 landsleiki og skora fjögur mörk.
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

