Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Tveir uppaldir leikmenn Liverpool eru nú í enska landsliðinu. Annar var valinn í upphaflega hópinn en hinum var bætt við í dag eftir að meiðsli settu strik í reikninginn hjá leikmönnum. Um er að ræða þá Curtis Jones og Jarell Quansah.
Curtis var í upphaflega hópnum. Jarell var svo bætt inn í hópinn í dag. Báðir hafa áður verið valdir í aðallandsliðið. Það gerðist nú í sumar fyrir Evrópumót landsliða í Þýskalandi. Þeir hafa þó ekki spilað fram til þessa. Curtis og Jarell hafa spilað með yngri landsliðum Englands og nú síðast fyrir undir 21. árs liðið.
Í raun hefðu þrír uppaldir leikmenn Liverpol átt að vera í enska landsliðshópnum. Trent Alexander-Arnold var valinn í upphaflega hópinn en hann varð að draga sig í hlé vegna meiðsla. Hann er búinn að spila 33 landsleiki og skora fjögur mörk.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!