Mohamed Salah þokast upp markalistann!
Mohamed Salah þokast upp alls konar lista. Sigurmark egyptans á móti Brighton í gær kom honum upp um eitt sæti á lista markahæstu manna frá því Úrvalsdeildin var stofnuð.
Markið sem hann skoraði í gær var deildarmark númer 164 í efstu deild á Englandi. Hann er þar með kominn marki upp fyrir Robbie Fowler. Mohamed er nú áttundi markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Thierry Henry er í sjöunda sæti með 175 mörk. Alan Shearar, sem lék með Southampton, Blackburn Rovers og Newcastle United, er í efsta sæti með 260 mörk. Ef öll mörk hans í efstu deild eru talin fer talan upp í 283. Alls skoraði Alan 23 mörk í efstu deild áður en Úrvalsdeildin var stofnuð.
Ef litið er til markahæsta leikmanns í sögu ensku knattspyrnunnar í efstu deild frá upphafi á Englandi kemur í ljós að það er Jimmy Greaves. Hann skoraði 357 mörk á ferli sínum með Chelsea, Tottenham Hotspur og West Ham United á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Alan Shearer er fimmti á listanum frá upphafi vega. Ólíklegt er að markamet Jimmy verði slegið.
Ian Rush er markahæstur leikmanna Liverpool á listanum. Hann er í 14. sæti með 232 mörk. Mörk hans komu fyrir Liverpool, Leeds United og Newcastle United.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!