Landsleikjafréttir
Landsleikjahrotan er að baki. Eftir því sem best er vitað snúa allir landsliðsmenn Liverpool heilir heim. Að sjálfsögðu skiptir það mestu máli.
Á sunnudaginn spiluðu Englendingar á útivelli við Finna í Þjóðadeildinni. England vann 1:3. Trent Alexander-Arnold var í byrjunarliðinu og gerði sér lítið fyrir og skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Trent hefur verið stórgóður í síðustu landsleikjum.
Grikkland lagði Írland 2:0 á heimavelli. Caoimhin Kelleher var í marki Íra. Seinna mark Grikkja var skorað eftir slæm mistök hjá honum. Kostas Tsimikas kom inn sem varamaður hjá Grikkjum.
Á mánudagskvöldið fór Dominik Szoboszlai á kostum með Ungverjum sem unnu Bosníu og Hersegóvínu 2:0. Hann skoraði bæði mörkin. Seinna markið var úr víti.
Ibrahima Konate var í byrjunarliði Frakka sem unnu Belga 1:2. Sterkur útisigur Frakklands sem var manni færri á lokakafla leiksins. Ibrahima endaði leikinn sem fyrirliði.
Holland mætti Þýskalandi í Munchen. Þjóðverjar unnu 1:0. Cody Gakpo og Ryan Gravenberch voru í byrjunarliði Hollands. Virgil van Dijk var í leikbanni.
Conor Bradley var fyrirliði Norður Íra annan leikinn í röð. Norður Írar burstuðu Búlgaríu 5:0 í Belfast.
Í forkeppni Suður Ameríku fyrir næstu Heimsmeistarakeppni spiluðu þrír leikmenn Liverpool. Luis Díaz skoraði eitt marka Kólumbíu sem unnu öruggan 4:0 sigur á Síle.
Alexis Mac Allister spilaði í klukkutíma þegar heimsmeistarar Argentínu burstuðu Bólivíu 6:0.
Darwin Núnez leiddi framlínu Úrúgvæ á heimavelli á móti Ekvador. Leiknum lauk án marka.
Ungliðinn Kyle Kelly var í byrjunarliði Sankti Kitts og Nevis sem gerði 1:1 jafntefli við Cayman eyjar. Kyle sem á 19 ára afmæli í dag er búinn að spila sex landsleiki og er það áhugaverður árangur.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!