Það var fyrir níu árum!
Í dag eru níu ár síðan Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool. Ekki er hægt að efast um að ráðningin hafi verið ein sú besta í sögu félagsins. Að minnsta kosti sú besta í seinni tíð.
Það var mikil spenna í loftinu í Liverpool og víðar fyrir níu árum síðan. Jürgen Klopp var á leiðinni! Þetta var svo sem ekki ný frétt því dagana á undan höfðu traustustu fjölmiðlar í Bretaveldi og Germaníu fullyrt að Þjóðverjinn yrði arftaki Brendan Rodgers. Þennan dag myndi fást staðfesting á því og sú varð raunin!
Jürgen vaknaði í Þýskalandi en fjölmiðlamenn höfðu góðar gætur á honum og svo fór seinni partinn að fréttir bárust af því að Jürgen væri kominn í flug með einkaflugvél og stefnan hefði verið tekin til Liverpool. Fjölmagir stuðningsmenn Liverpool fylgdist með flugi vélarinnar á sérstakri vefsíðu! Vélin lenti heilu og höldnu á John Lennon flugvellinum í Liverpool og varla hefur verið fylgst jafn náðið með nokkurri flugvél sem hefur lent á þeim góða flugvelli fyrr og síðar.
Á flugvellinum tóku forráðamenn Liverpool á móti framkvæmdastjóraefninu og svo var ekið út í borgina. Seinna um kvöldið birtist frétt á Liverpoolfc.com þar sem greint var frá því að Jürgen Klopp væri búinn að skrifa undir samning sem framkvæmdastjóri Liverpool og um leið var boðaður blaðamannafundur morguninn eftir. Í kjölfarið var birt viðtal við Jürgen á síðunni sem hann endaði á þessum frægu orðum. ,,Við verðum að fara að trúa í stað þess að efast. Strax!"
Jürgen tókst það sem hann lagði upp með og stefndi að. Hann náði að fá stuðningsmenn Liverpool til að trúa á málstaðinn og hætta að efast. Það tók tíma en ætlun Þjóðverjans tókst fullkomlega. Átta titlar bera því fagurt vitni!
Þann 26. janúar kom Jürgen knattspyrnuheiminum í opna skjöldu. Hann tilkynnti þá að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri Liverpool í lok keppnistímabilsins. Ákvörðun hans stóð og hann var kvaddur með virktum á Anfield Road eftir að Liverpool hafði unnið Wolverhampton Wanderes 2:0. Ótrúlegur kafli í sögu Liverpool Football Club var á enda runninn!
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent