Hinsta ferð Ron Yeats
Ron Yeats var lagður til hinstu hvílu í dag. Anfield Road var viðkomustaður hans í síðustu ferð hans. Þar spilaði Ron sína bestu leiki, vann titla og varð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Líkbíllinn sem flutti kistu Ron Yeats síðasta spölinn stoppaði fyrir aftan Kop stúkuna. Þar voru nokkrir stuðningsmenn Liverpool komnir til að heiðra Risann með lófataki. Falleg og tilfinningaþrungin stund. Það var við hæfi að líkbíllinn skyldi staldra við fyrir aftan Kop stúkuna. Ron leiddi Liverpool sem fyrirliði í fjölda leikja á Anfield.
Við styttuna af Bill Shankly fyrir utan Anfield voru lagðir blómsveigar frá félaginu. Á einum var talan 5 sem var númer Ron hjá Liverpool. Þess má geta að Kop stúkan myndaði töluna 5 og gælunafn hans Rowdy þegar Ron var minnst á Anfield fyrir leik Liverpool og Nottingham Forest þann 14. september.
Nokkrir fyrrum leikmenn Liverpool voru komnir saman við Anfield. Má nefna þá Kenny Dalglish, Phil Thompson, David Fairclough, Sammy Lee, Alan Kennedy, Ian Rush og John Aldridge. Við útförina sjálfa í St Mary´s kirkjunni í West Derby tóku Ian Callaghan og Phil Thompson til máls.
Hér má horfa á myndband sem sýnir kveðjustundina á Anfield.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt! -
| Sf. Gutt
Sex fyrirliðar í röðum Liverpool! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan