Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Arne Slot setti nýtt félagsmet þegar Liverpool vann Wolverhampton Wanderes á útivelli í gær. Liverpool vann 1:2 á Molineux. Með sigrinum varð Arne Slot fyrsti framkvæmdastjóri í sögu Liverpool til að stýra liðinu sínu til sigurs í fyrstu þremur deildarútileikjum á valdatíma sínum. Vel að verki staðið!
Liverpool vann fyrsta útileik sinn á leiktíðinni 0:2 á móti Ipswich Town. Næsti útileikur var í Manchester gegn Manchester United. Liverpool vann þann leik 0:3. Svo var komið að leiknum við Wolves sem Liverpool vann 1:2. Þrír sigrar í þremur fyrstu útileikjunum!
Reyndar má telja með fyrsta útileikinn í Meistaradeildinni. Liverpool lagði AC Milan 1:3 á San Siro. Þar með hefur Arne stýrt Liverpool til sigurs í fyrstu fjórum útileikjum liðsins í öllum keppnum.
Þess má geta að fyrir leikinn við Wolves hafði Liverpool unnið sex af fyrstu sjö leikjunum sem Andre Slot hefur stjórnað liðinu. Síðast átti framkvæmdastjóri Liverpool svo góða byrjun árið 1896. Tom Watson stýrði þá Liverpool til sex sigra í fyrstu sjö leikjunum á valdatíð sinni.
Það er því áhætt að segja að byrjunin á framkvæmdastjóraferli Arne Slot hjá Liverpool sé komin í sögubækurnar. Það er auðvitað hið besta mál!
-
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Stórgóð byrjun!