| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Nú stendur yfir fyrsta landsleikjahrota leiktíðarinnar. Leikmenn Liverpool eru víða að og hafa látið til sín taka. Evrópuþjóðirnar eru að spila í Þjóðadeildinni.

Skotar töpuðu heima 2:3 fyrir Póllandi á fimmtudagskvöldið. Andrew Robertson leiddi Skota að venju. Skotar lentu 0:2 en náðu að jafna en töpuðu svo með marki úr víti í viðbótartíma. Ben Doak kom inn sem varmaður og lék sinn fyrsta landsleik. Hann átti góða spretti.

Conor Bradley var í byrjunarliði Norður Íra sem lögðu Luxemborg 2:0. 

Diogo Jota kom inn sem varamaður undir lok leiks Portúgals og Króatíu. Portúgal vann 2:1. Cristiano Ronaldo skoraði seinna mark Portúgals. Það var 900. mark hans á ferlinum.

Á föstudagskvöldið vann Ítalía 1:3 sigur á Frakklandi í París. Ibrahima Konaté var í byrjunarliði Frakka. 

Wales gerði jafntefli án marka við Tyrkland í Cardiff.  Lewis Koumas, sem nú er í láni hjá Stoke City, kom inn sem varamaður. Owen Beck var á bekknum. Hann er nú lánsmaður hjá Balckburn Rovers. Fyrrum leikmenn Liverpool Danny Ward, Nico Williams og Harry Wilson voru í liði Wales. Craig Bellamy, fyrrum leikmaður Liverpool, stýrði Wales í fyrsta sinn.  

Á laugardaginn vann Holland stórsigur 5:2 á Bosníu og Hersegóvínu. Liverpool þrenningin Virgil van Dijk, Ryan Gravenberch og Cody Gakpo spiluðu allir. Cody skoraði þriðja mark Hollands. Fyrir leikinn tók hann við verðlaunum sem einn af markakóngum Evrópukeppni landsliða. Hann skoraði þrjú mörk á EM í sumar. 

England gerði góða ferð til Dublin og vann Íra 0:2. Trent Alexander-Arnold var í enska liðinu og Caoimhin Kelleher í því írska. Heimir Hallgrímsson stýrði Írlandi í fyrsta sinn. 

Ungverjar fóru illa út úr leik sínum í Þýskalandi og töpuðu 5:0. Dominik Szoboszlai var fyrirliði Ungverjalands. 

Kostas Tsimikas var í liði Grikklands sem vann Finna 3:0. 

Í kvöld vann Portúgal 2:1 sigur á Skotum. Diogo Jota var í framlínu Portúgals var byrjun. Andrew Robertson var byrjunarliði Skota og Ben Doak kom inn sem varmaður. 

Norður Írar töpuðu 1:0 í Búlgaríu. Conor Bradley lék allan leikinn.

Wataru Endo braut ísinn í í stórsigri Japans 7:0 á Kína. Þessi leikur var í forkeppni Heimsmeistarakeppninnar. 

Það er líka keppt í forkeppni HM í Suður Ameríku.  Alexis Mac Allister skoraði fyrsta mark Argentínumanna í 3:0 sigri á Síle. Julian Alvarez og Paulo Dybala skoruðu hin mörkin. 

Luis Díaz var á skotskónum eins og með Liverpool. Hann skoraði mark Kólumbíu í 1:1 jafntefli við Perú á útivelli. 

Alisson Becker stóð í marki Brasilíu gegn Ekvador. Hann hélt hreinu og Brasilía vann 1:0 á heimavelli. 

Í Afríku er spilað í forkeppni Afríkumótsins. Egyptaland vann Grænhöfðaeyjar 3:0. Mohamed Salah var fyrirliði Faraóanna. Þess má geta að Sadio Mané skoraði mark Senegals í 1:1 jafntefli við Búrkína Fasó. 

Landsleikir halda áfram næstu dagana.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan