Önnur kaup sumarsins staðfest!
Önnur leikmannakaup sumarsins voru staðfest í dag. Að þessu sinni var fjárfest í ítalska landsliðsmanninum Federico Chiesa. Liverpool borgaði Juventus tíu milljónir sterlingspunda sem mætti segja að væri gjafverð. Upphæðin gæti reyndar hækkað um tvær og hálfa milljón punda ef ákveðin ákvæði taka gildi. Samt yrði upphæðin sáralítil þegar mið er tekið af verðlagi nú til dags.
Federico fæddist í Genoa 25. október 1997. Hann fór strax að æfa knattspyrnu og átti ekki langt að sækja áhuga á íþróttinni því pabbi hans, Enrico, var atvinnumaður og ítalskur landsliðsmaður.
Federico byrjaði í unglingaliði Settignanese og svo Fiorentina. Hann tók fyrstu skref sín sem atvinnumaður með Fiorentina á leiktíðinni 2016/17. Hann vakti fljótt athygi fyrir hraða og góða knatttækni.
Haustið 2020 gerði hann lánssamning við Juventus. Sá samningur gilti í tvær leiktíðir. Eftir það keypti Juventus hann. Hann lenti í erfiðum meiðslum hjá Juventus en stóð sig samt vel. Í sumar varð þó ljóst að hann væri ekki inn í framtíðaráætlunum Juventus og væri til sölu. Söluverðið var sem fyrr segir í lægri kantinum en það var út af því að samningur Federico við Juventus yrði á enda næsta sumar og þá gæti hann farið frítt.
Federico varð tvívegis ítalskur bikarmeistari með Juventus. Fyrst 2021 og þá tryggði hann Juventus 2:1 sigur á Atalanta. Hann vann bikarinn aftur í vor þegar Juventus vann Atalanta aftur en nú 1:0. Hann var í sigurliði Juventus sem vann Stórbikar Evrópu 2020.
Federico Chiesa lék með yngri landsliðum Ítala og spilaði svo sinn fyrsta aðallandsleik 2018. Hann var með bestu mönnum ítalska liðsins sem vann Evrópukeppni landsliða 2020 sem reyndar fór fram ári seinna. Hann var til að mynda valinn í úrvalsliðs mótsins. Federico er búinn að spila 51 landsleik og skora sjö sinnum.
Federico spilar venjulega úti á vinstra kanti en getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann er fljótur, hefur góða knatttækni og þykir mjög duglegur. Vonandi á hann eftir að nýtast vel hjá Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!