Af leikmannamálum
Það styttist í að lokað verði fyrir félagaskipti. Fyrsti leikmaður sumarsins var keyptur í gær. Sennilega verður annar keyptur í dag.
Giorgi Mamardashvili var keyptur frá Valencia í gær. Georgíski markmaðurinn verður þó áfram hjá Valencia sem lánsmaður næsta árið.
Í dag greina margir áreiðanlegir fjölmiðlamenn frá því að Ítalinn Federico Chiesa gangi til liðs við Liverpool frá Juventus. Hann er útherji og getur leyst ýmsar stöður fremst á vellinum. Federico gæti kostað milli tíu og 15 milljónir sterlingspunda sem er lítið fyrir leikmann sem var lykilmaður í landsliði Ítala sem varð Evrópumeistari sumarið 2021. Hann var valinn í úrvalslið keppninnar.
Nokkur lið munu hafa áhuga á Joe Gomez. Nú síðustu daga hefur Crystal Palace helst verið nefnt í því efni.
Útlit er á að ungliðarnir Stefan Bajcetic og Tyler Morton gætu verið á leið í lán. Rell Bull Salzburg hefur verið orðað við Stefan og Bayer Leverkusen við Tyler.
Við sjáum hvað setur!
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!