Ungliðar lánaðir
Tveir ungliðar eru farnir í lán. Annar var talinn til sölu en fór þess í stað að láni. Hinn fer í annað sinn að láni aðra leiktíðina í röð.
Rhys Williams spilar með Morecambe, sem er í fjórðu efstu deild, fram að áramótum. Miðvörðurinn ungi hefur áður verið í láni hjá Kidderminster Harriers (2019/20), Swansea City (2021/22), Blackpool (2022/23), Aberdeen (2023/24) og Port Vale (2024). Talið var að Rhys væri til sölu í sumar en ekkert varð af því. Hann er búinn að spila 19 leiki með aðlliði Liverpool.
Luca Stephenson, sem er miðjumaður, verður hjá Dundee United á leiktíðinni sem í hönd fer. Hann var í fjórðu efstu deild á síðustu leiktíð hjá Barrow. Hann tók þátt í öllum nema einum af æfingaleikjum Liverpool í sumar. Dundee United spilar i efstu deild í Skotlandi.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!