| Sf. Gutt
Liverpool vann góðan sigur í öðrum æfingaleiknum í Bandaríkjaferðinni. Liverpool mætti Arsenal í Philadelphia og vann 2:1. Liverpoool þótti spila vel.
Bæði lið voru vel skipuð. Liverpool var með sitt sterkasta lið utan þá landsliðsmenn sem ekki eru tilbúnir eftir stórkeppnir sumarsins. Arsenal byrjaði vel og strax í byrjun var Gabriel Jesus nærri því að skora þegar Caoimhin Kelleher ætlaði að spila boltanum frá marki en sparkaði boltanum beint í Brasilíumanninn og af honum fór boltinn rétt framhjá. Liverpool slapp með skrekkinn en náði að komast yfir á 13. mínútu. Boltanum var spilað fram allan völlinn. Harvey Elliott gaf svo inn fyrir á Mohamed Salah sem lék inn í vítateig og skoraði af öryggi.
Liverpool bætti svo í á 34. mínútu. Aftur var Harvey arkitektinn. Rétt utan vítateigs vippaði hann boltanum yfir varnarlínu Arsenal og inn í vítateiginn á Fabio Carvalho. Hann tók boltann á lofti og skoraði með viðstöðulausu skoti. Frábært mark! Liverpool var betra liðið í framhaldinu en Arsenal náði að rétta sinn hlut fimm mínútum fyrir hlé þegar Kai Havertz skoraði af stuttu færi.
Arsenal var meira með boltann í síðari hálfleik en Liverpool varði sinn hlut. Svo vel að Arsenal náði varla að skapa sér færi og hvað þá hættulegt.
Andstæðingurinn var sterkur og því telst sigurinn góður. Þó svo hvorugt liðið hafi verið með sína allra bestu menn er alltaf sterkt að vinna svona sterkan andstæðing.
Liverpool: Kelleher; Bradley (Stephenson 46′), Quansah (Phillips 72′), Van den Berg (Nallo 72′), Tsimikas (Beck 72′); Jones (Endo 46′), Elliott (Morton 72′), Szoboszlai (Bajcetic 72′); Salah (Doak 72′), Carvalho (Blair 72′) og Jota (Nyoni 46′) Ónotaðir varamenn: Jaros, Pitaluga, Davies, Konate, Gravenberch, Chambers, Gordon, McConnell og Koumas.
Áhorfendur í Philadelphia: 69.879.
Leikurinn hófst klukkan hálf tólf í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síðasti æfingaleikur Liverpool í Bandaríkjaferðinni er við Manchester United á sama tíma að kvöldi 3. ágúst. Hann fer fram í Columbia.
TIL BAKA
Góður sigur!

Liverpool vann góðan sigur í öðrum æfingaleiknum í Bandaríkjaferðinni. Liverpool mætti Arsenal í Philadelphia og vann 2:1. Liverpoool þótti spila vel.
Bæði lið voru vel skipuð. Liverpool var með sitt sterkasta lið utan þá landsliðsmenn sem ekki eru tilbúnir eftir stórkeppnir sumarsins. Arsenal byrjaði vel og strax í byrjun var Gabriel Jesus nærri því að skora þegar Caoimhin Kelleher ætlaði að spila boltanum frá marki en sparkaði boltanum beint í Brasilíumanninn og af honum fór boltinn rétt framhjá. Liverpool slapp með skrekkinn en náði að komast yfir á 13. mínútu. Boltanum var spilað fram allan völlinn. Harvey Elliott gaf svo inn fyrir á Mohamed Salah sem lék inn í vítateig og skoraði af öryggi.
Liverpool bætti svo í á 34. mínútu. Aftur var Harvey arkitektinn. Rétt utan vítateigs vippaði hann boltanum yfir varnarlínu Arsenal og inn í vítateiginn á Fabio Carvalho. Hann tók boltann á lofti og skoraði með viðstöðulausu skoti. Frábært mark! Liverpool var betra liðið í framhaldinu en Arsenal náði að rétta sinn hlut fimm mínútum fyrir hlé þegar Kai Havertz skoraði af stuttu færi.
Arsenal var meira með boltann í síðari hálfleik en Liverpool varði sinn hlut. Svo vel að Arsenal náði varla að skapa sér færi og hvað þá hættulegt.
Andstæðingurinn var sterkur og því telst sigurinn góður. Þó svo hvorugt liðið hafi verið með sína allra bestu menn er alltaf sterkt að vinna svona sterkan andstæðing.
Liverpool: Kelleher; Bradley (Stephenson 46′), Quansah (Phillips 72′), Van den Berg (Nallo 72′), Tsimikas (Beck 72′); Jones (Endo 46′), Elliott (Morton 72′), Szoboszlai (Bajcetic 72′); Salah (Doak 72′), Carvalho (Blair 72′) og Jota (Nyoni 46′) Ónotaðir varamenn: Jaros, Pitaluga, Davies, Konate, Gravenberch, Chambers, Gordon, McConnell og Koumas.
Áhorfendur í Philadelphia: 69.879.
Leikurinn hófst klukkan hálf tólf í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síðasti æfingaleikur Liverpool í Bandaríkjaferðinni er við Manchester United á sama tíma að kvöldi 3. ágúst. Hann fer fram í Columbia.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan