| Sf. Gutt

Líkt og í Evrópukeppni landsliða eru átta liða úrslit í Suður Ameríkukeppninni að baki. Skipan í undanúrslitum liggur fyrir. Þau fara fram nú síðar í vikunni.
Argentína komst í undanúrslit eftir að hafa unnið sigur 4:2 í vítaspyrnukeppni.Sjálfum leiknum lauk 1:1. Alexis Mac Allister lagði upp mark Argentínu og skoraði svo í vítakeppninni.
Kanada tryggði sér sæti í undanúrslitum með því að vinna Venesúela 4:3 í vítakeppni. Staðan eftir hefðbundinn tíma var 1:1. Liam Millar, fyrrum leikmaður Liverpool, misnotaði sína spyrnu í vítakeppninni en það kom ekki að sök fyrir Kanada.
Kólumbía fór á kostum í átta liða úrslitum og burstaði Panama 5:0. Luis Díaz skoraði þriðja mark Kólumbíu. Þetta var annað mark hans á mótinu.
Úrúgvæ sló Brasilíu út. Enn þurfti vítakeppni því ekkert mark hafði verið skorað í leiknum. Darwin Núnez var í byrjunarliði Úrugvæ en lauk ekki leiknum. Alisson Becker var í marki Brasilíu. Hann varði eitt víti í vítakeppninni en það dugði ekki því Úrúgvæ vann hana 4:2.
Argentína og Kanada leika í undanúrslitum 10. júlí. Úrúgvæ og Kólumbía mætast daginn eftir.
TIL BAKA
Af Suður Ameríkukeppninni

Líkt og í Evrópukeppni landsliða eru átta liða úrslit í Suður Ameríkukeppninni að baki. Skipan í undanúrslitum liggur fyrir. Þau fara fram nú síðar í vikunni.
Argentína komst í undanúrslit eftir að hafa unnið sigur 4:2 í vítaspyrnukeppni.Sjálfum leiknum lauk 1:1. Alexis Mac Allister lagði upp mark Argentínu og skoraði svo í vítakeppninni.
Kanada tryggði sér sæti í undanúrslitum með því að vinna Venesúela 4:3 í vítakeppni. Staðan eftir hefðbundinn tíma var 1:1. Liam Millar, fyrrum leikmaður Liverpool, misnotaði sína spyrnu í vítakeppninni en það kom ekki að sök fyrir Kanada.
Kólumbía fór á kostum í átta liða úrslitum og burstaði Panama 5:0. Luis Díaz skoraði þriðja mark Kólumbíu. Þetta var annað mark hans á mótinu.
Úrúgvæ sló Brasilíu út. Enn þurfti vítakeppni því ekkert mark hafði verið skorað í leiknum. Darwin Núnez var í byrjunarliði Úrugvæ en lauk ekki leiknum. Alisson Becker var í marki Brasilíu. Hann varði eitt víti í vítakeppninni en það dugði ekki því Úrúgvæ vann hana 4:2.
Argentína og Kanada leika í undanúrslitum 10. júlí. Úrúgvæ og Kólumbía mætast daginn eftir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

