| Sf. Gutt

Alan Hansen er 69 ára gamall í dag. Um síðustu helgi var tilkynnt að Alan væri alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Óvíst er um hver framvindan verður.
Alan fæddist 13. júní 1955 í Sauchie í Skotlandi. Hann hóf atvinnuknattspyrnuferil sinn með Partick Thistle árið 1973. Sumarið 1977 keypti Liverpool hann. Alan lék 26 leiki á fyrstu leiktíð sinni, 1977/78 en eftir það var hann fastamaður í liði Liverpool. Hann lék alls 620 leiki með Liverpool, skoraði 14 mörk og lagði upp 19. Alan lék 26 landsleiki fyrir Skotland.
Alan varð átta sinnum Englandsmeistari með Liverpool, vann FA bikarinn tvisvar og Deilarbikarinn þrisvar sinnum. Hann varð þrívegis Evrópumeistari og vann Stórbikar Evrópu einu sinni.
Alan er talinn einn ef ekki besti miðvörður í sögu Liverpool. Hann var yfirvegaður, hafði mikla knatttækni og spilaði boltanum fram á miðjumennina í stað þess að senda langar sendingar fram völlinn. Segja má að hann hafi verið nútímamiðvörður og að nokkru á undan sinni samtíð.
Alan lagði skóna á hilluna 1990 en þá voru hnjámeiðsli farin að hamla honum mikið. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk starfaði Alan lengi sem sparkspekingur hjá BBC.
Vonandi nær Alan heilsu en eins og komið hefur fram hefur ástand hans verið alvarlegt. Það er rétt að láta lokaorðin vera úr tilkynningu sem birtist á Liverpoolfc.com. Þar var sagt að Alan og fjölskylda hans væru í hugsunum, óskum og vonum allra hjá félaginu. Liverpool klúbburinn á Íslandi tekur heilshugar undir þessi orð.
TIL BAKA
Alan Hansen alvarlega veikur

Alan Hansen er 69 ára gamall í dag. Um síðustu helgi var tilkynnt að Alan væri alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Óvíst er um hver framvindan verður.
Alan fæddist 13. júní 1955 í Sauchie í Skotlandi. Hann hóf atvinnuknattspyrnuferil sinn með Partick Thistle árið 1973. Sumarið 1977 keypti Liverpool hann. Alan lék 26 leiki á fyrstu leiktíð sinni, 1977/78 en eftir það var hann fastamaður í liði Liverpool. Hann lék alls 620 leiki með Liverpool, skoraði 14 mörk og lagði upp 19. Alan lék 26 landsleiki fyrir Skotland.

Alan varð átta sinnum Englandsmeistari með Liverpool, vann FA bikarinn tvisvar og Deilarbikarinn þrisvar sinnum. Hann varð þrívegis Evrópumeistari og vann Stórbikar Evrópu einu sinni.

Alan er talinn einn ef ekki besti miðvörður í sögu Liverpool. Hann var yfirvegaður, hafði mikla knatttækni og spilaði boltanum fram á miðjumennina í stað þess að senda langar sendingar fram völlinn. Segja má að hann hafi verið nútímamiðvörður og að nokkru á undan sinni samtíð.
Alan lagði skóna á hilluna 1990 en þá voru hnjámeiðsli farin að hamla honum mikið. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk starfaði Alan lengi sem sparkspekingur hjá BBC.
Vonandi nær Alan heilsu en eins og komið hefur fram hefur ástand hans verið alvarlegt. Það er rétt að láta lokaorðin vera úr tilkynningu sem birtist á Liverpoolfc.com. Þar var sagt að Alan og fjölskylda hans væru í hugsunum, óskum og vonum allra hjá félaginu. Liverpool klúbburinn á Íslandi tekur heilshugar undir þessi orð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan