| Sf. Gutt
Keppni í efstu deild kvenna á Englandi er lokið. Liverpool náði mjög góðum árangri. Liðið endaði í fjórða sæti. Chelsea varð Englandsmeistari í fimmta sinn í röð og áttunda sinn alls.
Liverpool fékk 41 stig í 22 leikjum. Arsenal var með 50 stig. Chelsea og Manchester City fengu 55 stig en markatala Chelsea var betri og liðið vann deildina á henni.
Síðustu fjórir leikir Liverpool fóru á þennan veg. Liverpool endaði apríl á að vinna Bristol City 0:1 á útivelli. Liverpool byrjaði maí frábærlega með því að vinna Chelsea 4:3 á heimavelli. Flestir áttu von á því eftir þessi úrslit að Chelsea myndi ekki vinna titilinn en annað kom á daginn.
Liverpool fylgdi þessum góða sigri eftir með öðrum góðum. Liðið lagði þá Manchester United að velli á Prenton Park. Jenna Clark skoraði eina mark leiksins. Með sigrinum var tryggt að Liverpool endaði fyrir ofan Manchester United sem hlaut fimmta sætið. Liverpool lauk svo leiktíðinni með stórgóðum 0:5 útisigri á Leicester City.
Vonandi verður árangur liðsins enn betri á næsta keppnistímabili. Vel má rökstyðja að flest sé til staðar að svo verði.
Arsenal vann Deildarbikar kvenna og Manchester United FA bikarinn. Það yrði magnð ef Liverpool næði titli á næstu leiktíð.
TIL BAKA
Af kvennaliðinu

Keppni í efstu deild kvenna á Englandi er lokið. Liverpool náði mjög góðum árangri. Liðið endaði í fjórða sæti. Chelsea varð Englandsmeistari í fimmta sinn í röð og áttunda sinn alls.
Liverpool fékk 41 stig í 22 leikjum. Arsenal var með 50 stig. Chelsea og Manchester City fengu 55 stig en markatala Chelsea var betri og liðið vann deildina á henni.
Síðustu fjórir leikir Liverpool fóru á þennan veg. Liverpool endaði apríl á að vinna Bristol City 0:1 á útivelli. Liverpool byrjaði maí frábærlega með því að vinna Chelsea 4:3 á heimavelli. Flestir áttu von á því eftir þessi úrslit að Chelsea myndi ekki vinna titilinn en annað kom á daginn.
Liverpool fylgdi þessum góða sigri eftir með öðrum góðum. Liðið lagði þá Manchester United að velli á Prenton Park. Jenna Clark skoraði eina mark leiksins. Með sigrinum var tryggt að Liverpool endaði fyrir ofan Manchester United sem hlaut fimmta sætið. Liverpool lauk svo leiktíðinni með stórgóðum 0:5 útisigri á Leicester City.
Vonandi verður árangur liðsins enn betri á næsta keppnistímabili. Vel má rökstyðja að flest sé til staðar að svo verði.
Arsenal vann Deildarbikar kvenna og Manchester United FA bikarinn. Það yrði magnð ef Liverpool næði titli á næstu leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan