| HI

Misstu niður unnin leik

Liverpool tapaði niður tveggja marka forskoti á síðustu fimm mínútum venjulegs leiktíma á útivelli gegn Aston Villa. Leikurinn endaði með jafntefli, 3-3. Oft hefðum við þegið stig á þessum erfiða velli, en það var svekkjandi hvernig forskotið tapaðist á örskotsstundu þó að jöfnunarmark Villa hafi verið algjör heppni.

Liverpool fékk óskabyrjun, mark strax á 2. mínútu. Harvey Elliott sendi þá boltann fyrir markið og Emi Martinez markvörður missti boltann klaufalega frá sér og hálfsló hann svo í eigið mark. 

Villa var hins vegar fljótt að jafna leikinn. Ollie Watkins átti þá góðan sprett inn í teiginn og sendi síðan út á Youri Tielemans sem hafði mikið pláss og þrumaði boltanum í netið. VIð þetta kom aukinn kraftur í gestina og Leon Bailey komst tvisvar í hörkufæri en varnarmenn okkar náðu að koma í veg fyrir mark. Og um miðjan fyrri hálfleik komst Liverpool aftur yfir eftir vel útfærða skyndisókn. Diaz og Salah unnu vel saman fyrir utan teiginn og Diaz sendi á Gomez sem sendi hnitmiðaða sendingu á Gakpo sem var aleinn á markteignum og skoraði í autt markið. VAR tók langan tíma í að tékka hvort Gomez hefði verið rangstæður en það reyndist ekki vera.

Villa var nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Leon Cailey átti góða fyrirgjöf á Diego Carlos sem hann setti framhjá nánast af marklínunni. 

Liverpool byrjaði svo seinni hálfleikinn með látum þegar Quansah skallaði aukaspyrnu Elliotts í netið. Aston Villa reyndi þó alltaf að sækja og Ollie Watkins skoraði mark sem VAR dæmdi af vegna tæprar rangstöðu í aðdragandanum.
Villa voru alltaf líklegri og fimm mínútum fyrir leikslok hófst þáttur varamannsins Jhon Durán, sem bauð upp á ýmsar fyrirsagnir ensku miðlanna. Hann minnkaði muninn með góðu skoti eftir að Mac Allister missti boltann klaufalega á eigin vallarhelmingi og þremur mínútum seinna jafnaði hann þegar hann fékk skot frá DOuglas Luiz í lærið og boltinn sigldi framhjá Alisson sem hafði verið á leið í hitt hornið.

Sigurinn í síðasta útileik Klopp með Liverpool sem ágætis útlit var fyrir að næðist, náðist því miður ekki.

Liverpool: Alisson: Alexander-Arnold, Quansah, van Dijk, Gomez, Elliott (Gravenberch 75.), Endo (Szoboszlai 76.), Mac Allister, Salah, Gakpo (Nunez 75.) og Díaz (Jones 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Tsimikas, Bajcetic og Bradley.

Mörk Liverpool: Martinez sjálfsmark (2. mín.), Cody Gakpo (23. mín.) og Jarrel Quansah (48. mín.).

Gult spjald:
Harvey Elliott.

Aston Villa: Martínez, Konsa, Digne, Douglas Luiz (Chambers 80. mín), Diego Carlos, Pau Torres, Bailey, Tielemans (Zaniolo 65. (Durán 79.)), Watkins, Diaby, J. McGinn (c), Captain69', Yellow Card at 69 minutes

Mörk Aston Villa: Youri Tielemanns (12. mín), Jhon Durán (85. og 88. mín) 

Gult spjald: John McGinn. 

Áhorfendur á Villa Park: Ekki vitað.

Maður leiksins: Harvey Elliott. Lagði upp tvö af þremur mörkum Liverpool í leiknum og átti enn einn frábæra leikinn á miðjunni. Sívinnandi, síógnandi og verður sífellt mikilvægari fyrir liðið. Jürgen Klopp: „Ég er ekki svekktur. Kannski ætti ég að vera það en ég er það ekki. Ég er mjög ánægður. Við höfum séð svona leiki þar sem annað liðið er að berjast með öllu sem það á - það hefur örugglega mikla þýðingu fyrir Aston Villa að komast í meistaradeildina - og hitt liðið er fast í þeirri stöðu sem það er. Við urðum að sína gott hugarfar og strákarnir sýndu frábært hugarfar í dag.“

Fróðleikur

- Sigur í þessum leik hefði tryggt Aston Villa sæti í meistaradeildinni. Tap Tottenham gegn City í kvöld þýðir hins vegar að sæti Villa er tryggt.

- Jarrell Quansah skoraði fyrsta mark sitt með aðalliði Liverpool í leiknum. 

- Þetta er aðeins í annað sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Liverpool nær ekki að vinna leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þetta seint. Hitt skiptið var gegn Southampton árið 2000.

- Þetta er fjórði leikurinn í röð sem Liverpool fær tvö eða fleiri mörk á sig. Það gerðist síðast árið 2014.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan