| Sf. Gutt
Draumur flestra ef ekki allra stuðningsmanna Liverpool um að Jürgen Klopp skipti um skoðun um að láta gott heita sem framkvæmdastjóri Liverpool mun vera að rætast. Eftir sigur Liverpool á Brighton and Hove Albion í gær virðist sem svo að sinnaskipti hafi orðið hjá Þjóðverjanum. Allt frá því hann lýsti því yfir í tilfinningaþrungnu viðtali að hann yrði að taka sér hlé hafa vonir staðið til að hann skipti um skoðun. Fjölmiðlamenn hafa oft spurt Jürgen út í þetta en hingað til hefur hann sagt sinnaskipti ekki vera inni í myndinni.
Á blaðamannafundi eftir páskasigurinn sagði Jürgen að stemmningin á Anfield hefði verið stórkostleg. Stemmningin á leikjum Liverpool frá því Jürgen tilkynnti um brottför sína hefur verið algerlega frábær. Jürgen veit að hann mun sakna þess að stjórna Liverpool fyrir framan bestu stuðningsmenn í heimi.
Á föstudaginn langa tilkynnti Xabi Alonso að hann ætlaði að vera áfram við stjórn Bayer Leverkusen. Jürgen mun hafa talið hann besta eftirmann sinn og sér ekki að aðrir geti komið í sinn stað. Honum mun því ekki lítast á blikuna og því hafa ákveðið að skipta um skoðun og framlengja dvöl sína hjá Liverpool um tvö ár.
Fyrir tveimur árum var farið að sjá fyrir endann á dvöl Jürgen hjá Liverpool. Hann ákvað þá að lengja í dvöl sinni og bæta tveimur árum við samninginn sem myndi þá gilda til 2016. Ulla kona hans hvatti hann þá til að vera lengur. Ekki er ólíklegt að sama hafi verið nú. Þjóðverjinn er því bara að endurnýja samning sem hann hafði áður gert.
Ekki liggur fyrir hvort nánustu aðstoðaramenn Jürgen verða með honum áfram en þeir tilkynntu líka um brottför sína um leið og Þjóðverjinn. Pep Lijnders hefur verið orðaður við framkvæmdastjórn hjá Ajax og kannski er of seint að fá hann til baka. Við vonum það besta í þeim efnum.
Blaðamannafundur verður haldinn á nýja æfingasvæði Liverpool nú síðar í dag. Hann hefur ekki verið tímasettur en stuðningsmenn Liverpool geta fylgst með hér á hinni opinberu vefsíðu Liverpool.
Kraftaverkin gerast ekki bara á jólum. Þau geta líka gerst á páskum!
TIL BAKA
Jürgen skiptir um skoðun!
Draumur flestra ef ekki allra stuðningsmanna Liverpool um að Jürgen Klopp skipti um skoðun um að láta gott heita sem framkvæmdastjóri Liverpool mun vera að rætast. Eftir sigur Liverpool á Brighton and Hove Albion í gær virðist sem svo að sinnaskipti hafi orðið hjá Þjóðverjanum. Allt frá því hann lýsti því yfir í tilfinningaþrungnu viðtali að hann yrði að taka sér hlé hafa vonir staðið til að hann skipti um skoðun. Fjölmiðlamenn hafa oft spurt Jürgen út í þetta en hingað til hefur hann sagt sinnaskipti ekki vera inni í myndinni.
Á blaðamannafundi eftir páskasigurinn sagði Jürgen að stemmningin á Anfield hefði verið stórkostleg. Stemmningin á leikjum Liverpool frá því Jürgen tilkynnti um brottför sína hefur verið algerlega frábær. Jürgen veit að hann mun sakna þess að stjórna Liverpool fyrir framan bestu stuðningsmenn í heimi.
Á föstudaginn langa tilkynnti Xabi Alonso að hann ætlaði að vera áfram við stjórn Bayer Leverkusen. Jürgen mun hafa talið hann besta eftirmann sinn og sér ekki að aðrir geti komið í sinn stað. Honum mun því ekki lítast á blikuna og því hafa ákveðið að skipta um skoðun og framlengja dvöl sína hjá Liverpool um tvö ár.
Fyrir tveimur árum var farið að sjá fyrir endann á dvöl Jürgen hjá Liverpool. Hann ákvað þá að lengja í dvöl sinni og bæta tveimur árum við samninginn sem myndi þá gilda til 2016. Ulla kona hans hvatti hann þá til að vera lengur. Ekki er ólíklegt að sama hafi verið nú. Þjóðverjinn er því bara að endurnýja samning sem hann hafði áður gert.
Ekki liggur fyrir hvort nánustu aðstoðaramenn Jürgen verða með honum áfram en þeir tilkynntu líka um brottför sína um leið og Þjóðverjinn. Pep Lijnders hefur verið orðaður við framkvæmdastjórn hjá Ajax og kannski er of seint að fá hann til baka. Við vonum það besta í þeim efnum.
Blaðamannafundur verður haldinn á nýja æfingasvæði Liverpool nú síðar í dag. Hann hefur ekki verið tímasettur en stuðningsmenn Liverpool geta fylgst með hér á hinni opinberu vefsíðu Liverpool.
Kraftaverkin gerast ekki bara á jólum. Þau geta líka gerst á páskum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan