| Sf. Gutt
Óhætt er að segja að strákarnir hafi komið Liverpool áfram í FA bikarnum í kvöld. Tveir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool sem vann Southampton 3:0 á Anfield Road.
Það var gleði í loftinu á Anfield fyrir leikinn enda stuðningsmenn Rauða hersins enn kátir eftir Deildarbikarsigurinn á Wembley á sunnudaginn. Fyrir leikinn létu boltastrákarnir bikarinn ganga á milli sín hringinn í kringum völlinn. Skemmtileg hugmynd að láta þá hampa bikarnum!
Tveir leikmenn, Ryan Gravenberch og Wataru Endo, lentu á meiðslalistanum eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. Að auki var Andrew Robertson veikur. Lewis Koumas spilaði sinn fyrsta leik. Amara Nallo var í fyrsta sinn í aðalliðshópnum. Bobby Clark og James McConnell, sem stóðu sig frábærlega vel á Wembley, spiluðu með Harvey Elliott á miðjunni.
Southampton, sem er í efri hluta næst efstu deildar, byrjuðu frábærlega og skoruðu á fyrstu mínútunni en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Svo á 5. mínútu náðu gestirnir góðri sókn vinstra megin. Kamaldeen Sulemana fékk boltann í vítateignum, komst í skotfæri utan við vinstra markteigshornið og kom boltanum framhjá Caoimhin Kelleher en sem betur fer fór boltinn í stöngina fjær. Nokkrum andartökum seinna komst Sékou Mara í færi eftir mistök í vörn Liverpool en Caoimhin náði að verja í horn.
Það var ekki fyrr en eftir 20 mínútur sem Liverpool fékk færi. James McConnell gaf á Codu Gakpo sem var frír í vítateignum. Hann var of lengi að leggja boltann fyrir sig og færið rann út í sandinn. Leikmönnum Liverpool gekk illa að ná takti í leik sinn og gestirnir spiluðu mun betur. Á 38. mínútu lék Kamaldeen inn í vítateiginn en Caoimhin varði enn og aftur. Fjórum mínútum seinna átti Harvey Elliott fast skot utan vítateigs en Joe Lumley varði vel.
Liverpool komst svo allt í einu yfir á 44. mínútu. Bobby Clark fékk boltann vinstra megin og lék að vítateignum. Hann sendi svo fram á Lewis Koumas. Hann tók við boltanum og lék meðfram vítateignum áður en hann skaut skyndilega boltanum neðst út í vinstra hornið. Joe kom engum vörnum við. Lewis fagnaði auðvitað innilega enda draumur að skora í sínum fyrsta leik með uppeldisfélaginu sínu. Vel gert hjá Lewis en hann hefur skorað mikið með unglingaliðum Liverpool. Boltinn fór reyndar aðeins í varnarmann á leiðinni en hann átti markið skuldlaust.
Rétt eftir miðjuna náði Liverpool boltanum. Lewis lagði upp færi fyrir Cody. Hann lenti einn á móti markmanninum en skaut framhjá. Þarna hefði Liverpool getað gert út um leikinn. Liverpool leiddi þó í hálfleik. Í raun hefði Southampton vel gatað verið með forystu.
Gestirnir voru ekki af baki dottnir og Kamaldeen átti skot úr vítateignum frá hægri snemma í hálfleiknum sem Caoimhin gerði vel í að verja. Reyndar náði Ibrahima Konaté að snerta boltann áður en boltinn kom að Íranum og líklega bjargaði það marki. Ibrahima skipti við Virgil van Dijk í hálfleik.
Á 63. mínútu komu Jayden Danns og Alexis Mac Allister inn fyrir þá Lewis Koumas og James. Fimm mínútum seinna fékk Shea Charles dauðafæri eftir horn frá hægri. Boltinn rataði til hans en hann hitti boltann ekki rétt við fjærstöngina. Enn eitt færið sem Southampton fékk og nú var gestunum refsað fyrir að nýta ekki færið sem fékkst til að jafna.
Á 73. mínútu ætlaði Southmapton að spila frá marki sínu. Það mistókst og Liverpool náði boltanum. Harvey lék fram að vítateignum. Hann sendi svo inn að hægra markteigshorninu á Jayden. Ungliðinn sýndi mikla yfirvegun og lyfti boltanum yfir Joe þegar hann kom æðandi út úr markinu. Boltinn sveif í markið og nú var Liverpool komið tveimur mörkum yfir. Frábær afgreiðsla hjá Jayden!
Á 78. mínútu kom Treymaurice Nyoni inn á. Hann er aðeins 16 ára og þegar hann kom inn á varð hann yngsti leikmaður Liverpool til að spila í FA bikarnum frá upphafi vega.
Á 88. mínútu kom þriðja mark Liverpool. Conor Bradley fékk boltann í miðjum vítateignum eftir harða sókn. Hann þrumaði að marki en Joe náði að verja. Hann náði þó ekki að halda boltaum sem hrökk út í teiginn. Jayden var vel vakandi, varð fyrstur að boltanum og smellti honum án þess að hugsa sig um beinustu leið í markið! Aftur góð afgreiðsla hjá Jayden! Sigur og áframhald í höfn. Enn er möguleiki á fjórum titlum!
Liverpool var lengi vel í vandræðum í leiknum og Southampton hefði átt að komast yfir. En seigla og sigurvilji kom Liverpool áfram. Tveir af ungu strákunum skutu Liverpool einfaldlega áfram!
Liverpool:
Mörk Liverpool: Lewis Koumas (44. mín.) og Jayden Danns (73. og 88. mín.).
Southampton:
Gult spjald: Ryan Manning.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Jayden Danns. Það er ekki annað hægt en að velja unglinginn. Hann skoraði sín fyrstu mörk fyrir Liverpool og það fyrir framan Kop stúkuna. Draumur fyrir þennan efnilega strák.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var vika Akademíunnar. Jú, þetta var alveg magnað. En við vorum búnir að segja nokkrum sinnum að framtíðin væri býsna björt. Við skulum hafa í huga næst þegar opnað verður fyrir félagaskipti að við eigum nokkra frekar efnilega leikmenn hérna í okkar röðum."
- Lewis Koumas og Jayden Danns skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Lewis skoraði í sínum fyrsta leik með Liverpool.
- Treymaurice Nyoni lék líka sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool.
TIL BAKA
Strákarnir komu Liverpool áfram!
Óhætt er að segja að strákarnir hafi komið Liverpool áfram í FA bikarnum í kvöld. Tveir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool sem vann Southampton 3:0 á Anfield Road.
Það var gleði í loftinu á Anfield fyrir leikinn enda stuðningsmenn Rauða hersins enn kátir eftir Deildarbikarsigurinn á Wembley á sunnudaginn. Fyrir leikinn létu boltastrákarnir bikarinn ganga á milli sín hringinn í kringum völlinn. Skemmtileg hugmynd að láta þá hampa bikarnum!
Tveir leikmenn, Ryan Gravenberch og Wataru Endo, lentu á meiðslalistanum eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. Að auki var Andrew Robertson veikur. Lewis Koumas spilaði sinn fyrsta leik. Amara Nallo var í fyrsta sinn í aðalliðshópnum. Bobby Clark og James McConnell, sem stóðu sig frábærlega vel á Wembley, spiluðu með Harvey Elliott á miðjunni.
Southampton, sem er í efri hluta næst efstu deildar, byrjuðu frábærlega og skoruðu á fyrstu mínútunni en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Svo á 5. mínútu náðu gestirnir góðri sókn vinstra megin. Kamaldeen Sulemana fékk boltann í vítateignum, komst í skotfæri utan við vinstra markteigshornið og kom boltanum framhjá Caoimhin Kelleher en sem betur fer fór boltinn í stöngina fjær. Nokkrum andartökum seinna komst Sékou Mara í færi eftir mistök í vörn Liverpool en Caoimhin náði að verja í horn.
Það var ekki fyrr en eftir 20 mínútur sem Liverpool fékk færi. James McConnell gaf á Codu Gakpo sem var frír í vítateignum. Hann var of lengi að leggja boltann fyrir sig og færið rann út í sandinn. Leikmönnum Liverpool gekk illa að ná takti í leik sinn og gestirnir spiluðu mun betur. Á 38. mínútu lék Kamaldeen inn í vítateiginn en Caoimhin varði enn og aftur. Fjórum mínútum seinna átti Harvey Elliott fast skot utan vítateigs en Joe Lumley varði vel.
Liverpool komst svo allt í einu yfir á 44. mínútu. Bobby Clark fékk boltann vinstra megin og lék að vítateignum. Hann sendi svo fram á Lewis Koumas. Hann tók við boltanum og lék meðfram vítateignum áður en hann skaut skyndilega boltanum neðst út í vinstra hornið. Joe kom engum vörnum við. Lewis fagnaði auðvitað innilega enda draumur að skora í sínum fyrsta leik með uppeldisfélaginu sínu. Vel gert hjá Lewis en hann hefur skorað mikið með unglingaliðum Liverpool. Boltinn fór reyndar aðeins í varnarmann á leiðinni en hann átti markið skuldlaust.
Rétt eftir miðjuna náði Liverpool boltanum. Lewis lagði upp færi fyrir Cody. Hann lenti einn á móti markmanninum en skaut framhjá. Þarna hefði Liverpool getað gert út um leikinn. Liverpool leiddi þó í hálfleik. Í raun hefði Southampton vel gatað verið með forystu.
Gestirnir voru ekki af baki dottnir og Kamaldeen átti skot úr vítateignum frá hægri snemma í hálfleiknum sem Caoimhin gerði vel í að verja. Reyndar náði Ibrahima Konaté að snerta boltann áður en boltinn kom að Íranum og líklega bjargaði það marki. Ibrahima skipti við Virgil van Dijk í hálfleik.
Á 63. mínútu komu Jayden Danns og Alexis Mac Allister inn fyrir þá Lewis Koumas og James. Fimm mínútum seinna fékk Shea Charles dauðafæri eftir horn frá hægri. Boltinn rataði til hans en hann hitti boltann ekki rétt við fjærstöngina. Enn eitt færið sem Southampton fékk og nú var gestunum refsað fyrir að nýta ekki færið sem fékkst til að jafna.
Á 73. mínútu ætlaði Southmapton að spila frá marki sínu. Það mistókst og Liverpool náði boltanum. Harvey lék fram að vítateignum. Hann sendi svo inn að hægra markteigshorninu á Jayden. Ungliðinn sýndi mikla yfirvegun og lyfti boltanum yfir Joe þegar hann kom æðandi út úr markinu. Boltinn sveif í markið og nú var Liverpool komið tveimur mörkum yfir. Frábær afgreiðsla hjá Jayden!
Á 78. mínútu kom Treymaurice Nyoni inn á. Hann er aðeins 16 ára og þegar hann kom inn á varð hann yngsti leikmaður Liverpool til að spila í FA bikarnum frá upphafi vega.
Á 88. mínútu kom þriðja mark Liverpool. Conor Bradley fékk boltann í miðjum vítateignum eftir harða sókn. Hann þrumaði að marki en Joe náði að verja. Hann náði þó ekki að halda boltaum sem hrökk út í teiginn. Jayden var vel vakandi, varð fyrstur að boltanum og smellti honum án þess að hugsa sig um beinustu leið í markið! Aftur góð afgreiðsla hjá Jayden! Sigur og áframhald í höfn. Enn er möguleiki á fjórum titlum!
Liverpool var lengi vel í vandræðum í leiknum og Southampton hefði átt að komast yfir. En seigla og sigurvilji kom Liverpool áfram. Tveir af ungu strákunum skutu Liverpool einfaldlega áfram!
Liverpool:
Mörk Liverpool: Lewis Koumas (44. mín.) og Jayden Danns (73. og 88. mín.).
Southampton:
Gult spjald: Ryan Manning.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Jayden Danns. Það er ekki annað hægt en að velja unglinginn. Hann skoraði sín fyrstu mörk fyrir Liverpool og það fyrir framan Kop stúkuna. Draumur fyrir þennan efnilega strák.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var vika Akademíunnar. Jú, þetta var alveg magnað. En við vorum búnir að segja nokkrum sinnum að framtíðin væri býsna björt. Við skulum hafa í huga næst þegar opnað verður fyrir félagaskipti að við eigum nokkra frekar efnilega leikmenn hérna í okkar röðum."
Fróðleikur
- Lewis Koumas og Jayden Danns skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Lewis skoraði í sínum fyrsta leik með Liverpool.
- Treymaurice Nyoni lék líka sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!
Fréttageymslan