| Sf. Gutt

Búið að velja lið Liverpool


Jürgen Klopp er búinn að velja lið Liverpool sem mætir Chelsea í úrslitaleik Deildarbikarsins á eftir. Því miður vantar nokkra máttarstólpa í lið Liverpool. 

Liverpool: Caoimhin Kelleher, Wataru Endo, Virgil Van Dijk, Ibrahima Konate, Luis Diaz, Alexis Mac Allister, Cody Gakpo, Harvey Elliott, Andrew Robertson, Ryan Gravenberch og Conor Bradley.  Varamenn: Adrián San Miguel, Joe Gomez, Kostas Tsimikas, Bobby Clark, James McConnell, Lewis Koumas, Jayden Danns, Jarell Quansah og Trey Nyoni.

Vonast var til þess að þeir Mohamed Salah, Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai myndu geta tekið þátt en það var ekki svo gott. Byrjunarliðið er eins sterkt og hægt er. En varamannabekkurinn er ekki sterkur. Sex af níu varamönnum eru kornungir og óreyndir. Sem dæmi myndu þeir Lewis Koumas, og Trey Nyoni spila í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool ef þeir kæmu inn á.

Liverpool þarf á öllu sínu að halda í dag. Chelsea er með sitt sterkasta lið og liðið hefur verið sannfærandi að undarförnu. En vonandi nær Liverpool því sem til þarf svo að Deildarbikarinn komi í tíunda sinn á Anfield Road!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan