| Sf. Gutt

Mohamed farinn að æfa


Eins og fram hefur komið meiddist Mohamed Salah í Afríkukeppninni. Hann kom í kjölfarið heim til Liverpool og er byrjaður að æfa. Ef rétt er skilið er hann ennþá að æfa einn á báti og er ekki byrjaður að taka þátt í æfingum með liðsfélögum sínum.


Mohamed tognaði aftan í læri í öðrum leik Egyptalands í Afríkukeppninni. Til að byrja með var talið að hann yrði frá í skamman tíma og myndi vel hugsanlega geta tekið þátt í keppninni ef Egyptar kæmust í undanúrslit eða lengra. Egyptaland féll úr leik eftir riðlakeppnina svo ekkert reyndi á það. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar verður um helgina og Mohamed er enn ekki búinn að ná sér. 


Mohamed Salah er búinn að skora 18 mörk á keppnistímabilinu. Þó vel hafi gengið að skora í fjarveru hans skiptir miklu að fá hann góðan aftur til leiks. Vonandi er orðið mjög stutt í það. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan