| Sf. Gutt
Í kvöld verður lokað fyrir félagskipti knattspyrnumanna. Eins og vant er verður fylgst náið með gangi mála hér á Liverpool.is. Ekki er búist við neinum skiptum leikmanna til eða frá Liverpool.
23:15. Búið að skella í lás. Engin kom! Enginn fór fyrir fullt og fast.
21:00. Nottingham Forest vildi fá Caoimhin Kelleher í sínar raðir. Það var ekki í boði!
20:00. Það mun hafa verið áhugi hjá Derby County, og kannski fleiri félögum, á að fá Bobby Clark að láni. Liverpool vildi ekki lána hann.
14:00. Síðasti leikmaðurinn sem Liverpool keypti á janúar félagaskiptatímabili var Cody Gakpo. Hann hefur reynst býsna vel. Hollendingurinn er búinn að spila 57 leiki, skora 16 mörk og leggja upp fimm.
13:00. Rhys Williams er kominn heim úr láni hjá Port Vale. Hann fór þangað í síðasta mánuði en meiddist og er kominn heim aftur.
12:00. Ekkert að frétta!
8:00. Síðustu vikur hafa nokkrir miðjumenn verið orðaðir við Liverpool. Helst eru það þeir Brasilíumaðurinn Ederson leikmaður Atalanta, Joshua Kimmich sem spilar með Bayern Munchen og Andre sem er enn hjá Fluminense. Liverpool bauð í Andre í fyrrasumar en tilboðinu var hafnað.
6:00. Liverpool hefur ekki keypt neinn leikmann það sem af er árs. Einn ungliði hefur yfirgefið félagið fyrir fullt og fast. Það er Paul Glatzel sem um ræðir. Hann fór til Swindon Town.
Hér að ofan er farið yfir stöðuna hvað kaup og sölur varðar eins og hún er núna. Liverpool hefur ekki keyt neinn leikmann á þessu félagaskiptatímabili.
TIL BAKA
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

Í kvöld verður lokað fyrir félagskipti knattspyrnumanna. Eins og vant er verður fylgst náið með gangi mála hér á Liverpool.is. Ekki er búist við neinum skiptum leikmanna til eða frá Liverpool.
23:15. Búið að skella í lás. Engin kom! Enginn fór fyrir fullt og fast.
21:00. Nottingham Forest vildi fá Caoimhin Kelleher í sínar raðir. Það var ekki í boði!

20:00. Það mun hafa verið áhugi hjá Derby County, og kannski fleiri félögum, á að fá Bobby Clark að láni. Liverpool vildi ekki lána hann.

14:00. Síðasti leikmaðurinn sem Liverpool keypti á janúar félagaskiptatímabili var Cody Gakpo. Hann hefur reynst býsna vel. Hollendingurinn er búinn að spila 57 leiki, skora 16 mörk og leggja upp fimm.

13:00. Rhys Williams er kominn heim úr láni hjá Port Vale. Hann fór þangað í síðasta mánuði en meiddist og er kominn heim aftur.
12:00. Ekkert að frétta!
8:00. Síðustu vikur hafa nokkrir miðjumenn verið orðaðir við Liverpool. Helst eru það þeir Brasilíumaðurinn Ederson leikmaður Atalanta, Joshua Kimmich sem spilar með Bayern Munchen og Andre sem er enn hjá Fluminense. Liverpool bauð í Andre í fyrrasumar en tilboðinu var hafnað.
6:00. Liverpool hefur ekki keypt neinn leikmann það sem af er árs. Einn ungliði hefur yfirgefið félagið fyrir fullt og fast. Það er Paul Glatzel sem um ræðir. Hann fór til Swindon Town.
Hér að ofan er farið yfir stöðuna hvað kaup og sölur varðar eins og hún er núna. Liverpool hefur ekki keyt neinn leikmann á þessu félagaskiptatímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan