| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas er úr leik í bili. Hann var sparkaður niður í leik Liverpool og Arsenal. Ekki nóg með það þá lenti hann á Jürgen Klopp framkvæmdastjóra Liverpool. Við það viðbeinsbrotnaði Grikkinn. Hann verður ekki leikfær aftur fyrr en eftir nokkrar vikur.
Þessi meiðsli, eins og svo sem öll, komu á versta tíma því Andrew Robertson er enn frá vegna þess að hann fór úr axlarlið í haust. Kostas hefur leyst Andrew af síðan og gert það með sóma. Liverpool hefur því engan vinstri bakvörð með reynslu næstu vikurnar.
Til að bæta gráu ofan á svart þá fékk Bukayo Saka, leikmaður Arsenal ekki gult spjald eins og hann hefði átt að fá fyrir að hafa brotið á Kostas. Það hefði líka þýtt að hann hefði verið rekinn af velli!
TIL BAKA
Kostas Tsimikas úr leik

Kostas Tsimikas er úr leik í bili. Hann var sparkaður niður í leik Liverpool og Arsenal. Ekki nóg með það þá lenti hann á Jürgen Klopp framkvæmdastjóra Liverpool. Við það viðbeinsbrotnaði Grikkinn. Hann verður ekki leikfær aftur fyrr en eftir nokkrar vikur.
Þessi meiðsli, eins og svo sem öll, komu á versta tíma því Andrew Robertson er enn frá vegna þess að hann fór úr axlarlið í haust. Kostas hefur leyst Andrew af síðan og gert það með sóma. Liverpool hefur því engan vinstri bakvörð með reynslu næstu vikurnar.
Til að bæta gráu ofan á svart þá fékk Bukayo Saka, leikmaður Arsenal ekki gult spjald eins og hann hefði átt að fá fyrir að hafa brotið á Kostas. Það hefði líka þýtt að hann hefði verið rekinn af velli!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan