Kostas Tsimikas

Fæðingardagur:
12. maí 1996
Fæðingarstaður:
Thessaloniki, Grikklandi
Fyrri félög:
Olympiakos, Esbjerg (lán), Willem II (lán)
Kaupverð:
£ 11750000
Byrjaði / keyptur:
10. ágúst 2020

Vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas var formlega staðfestur sem leikmaður Liverpool þann 10. ágúst 2020. Tsimikas kom frá gríska félaginu Olympiakos þar sem hann spilaði alls 86 leiki í öllum keppnum og endaði ferilinn í heimalandinu sem grískur meistari tímabilið 2019-20.

Hann hóf ferilinn hjá Olympiakos og spilaði sinn fyrsta leik í desember árið 2015. Hann öðlaðist svo meiri reynslu á láni hjá Esbjerg í Danmörku og Willem II í Hollandi áður en hann sneri aftur til Grikklands og varð lykilmaður þar.

Síðasta tímabil hans í Grikklandi var hans besta ár þar, hann spilaði 46 leiki, þar af 12 í Meistaradeildinni og eignaði sér algjörlega vinstri bakvarðastöðuna hjá meistaraliðinu. Þegar Liverpool hóf svo leit að leikmanni sem gæti veitt Andy Robertson samkeppni í stöðu vinstri bakvarðar kom Tsimikas sterklega til greina og samningaviðræður við Olympiakos kláruðust fljótt.

Jürgen Klopp hafði þetta að segja um nýjasta liðsmann félagsins: ,,Við höfum fylgst með Kostas í nokkuð langan tíma og erum mjög ánægðir með að hann sé genginn til liðs við okkur. Hann er virkilega góður knattspyrnumaður með vilja til að vinna og leggja hart að sér, mér líkar vel við hugarfar hans. Hann passar fullkomlega við andrúmsloftið í búningsklefanum hjá okkur."

,,Hann hefur sýnt það nú þegar, þrátt fyrir ungan aldur, að hann getur aðlagast í nýju landi og staðið sig vel. Hann átti svo stóran þátt í þeirri velgengni sem Olympiakos nutu á nýliðnu tímabili bæði heimafyrir og í Evrópu."

Tsimikas mun vera í treyju númer 21 hjá Liverpool.

Tölfræðin fyrir Kostas Tsimikas

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2020/2021 2 - 0 0 - 0 1 - 0 4 - 0 0 - 0 7 - 0
2021/2022 13 - 0 5 - 0 3 - 0 5 - 0 0 - 0 26 - 0
2022/2023 20 - 0 1 - 0 1 - 0 6 - 0 0 - 0 28 - 0
2023/2024 13 - 0 2 - 0 4 - 0 6 - 0 0 - 0 25 - 0
Samtals 48 - 0 8 - 0 9 - 0 21 - 0 0 - 0 86 - 0

Fréttir, greinar og annað um Kostas Tsimikas

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil