| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Forkeppni Evrópukeppni landsliða er hafin á nýjan leik. Leikmenn Liverpool eru víða á ferð um álfuna og reyndar um aðrar álfur líka. 

Hollendingar unnu Grikki 3:0 á fimmtudagskvöldið. Cody Gakpo skoraði eitt af mörkunum. Virgil van Dijk var í vörn Hollands. Kostas Tsimikas spilaði með Grikklandi.


Ungverjar unnu Serba 2:1. Líkt og Virgil þá var Dominik Szoboszlai fyrirliði sinnar þjóðar. 

Andrew Robertson var líka fyrirliði. Hann leiddi Skota til 0:3 sigurs á Kýpur. Skotar hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Þessi leikur var á föstudaginn. 

Luis Díaz lék með Kólumbíu á móti Venesúela. Kólumbíumenn unnu 1:0. Þessi leikur var í forkeppni Heimsmeistarakeppninnar. 

Alixes Mac Allister hóf leik þegar Argentína vann Ekvardor 1:0. Lionel Messi skoraði markið.

Darwin Núnez stóð sig mjög vel með Úrúgvæ á móti Síle. Úrúgvæ vann 3:1 og lagði Darwin upp tvö mörk. 

Alisson Becker var varamaður þegar Brasilía vann Bólivíu 5:1. Þess má geta að í leiknum skoraði Neymar tvö mörk og hefur nú skorað 79 mörk fyrir Brasilíu. Með mörkunum komst hann upp fyrir Pele í markaskorun fyrir brasilíska landsliðið og er nú markahæstur landsliðsmanna Brasilíu frá upphafi. 


Í gærkvöldi vann Japan stórsigur á Þjóðverjum 1:4 í vináttuleik. Leikið var í Þýskalandi. Wataru Endo var fyrirliði Japans. Sem fyrr segir þá var þetta vináttuleikur. Þjóðverjar verða gestgjafar Evrópumótsins næsta sumar. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan