| Sf. Gutt

Mohamed þarf ekki að segja neitt!


Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að Mohamed Salah hugsi sér að fara frá Liverpool og til Sádi Arabíu Egyptinn horfi til framtíðar og framtíð hans sé hjá Liverpool.  

,,Hann sagði mér ekkert en hann þarf heldur ekki að segja mér neitt. Hann lætur verkin tala með því hversu vel hann æfir, hversu hart hann leggur að sér í leikjum og hvernig hann kemur fram. Við héldum fundi í vikunni og á þeim var ekki rætt um það sem liðið er heldur horft fram á veginn!"

Vonandi hefur Jürgen Klopp rétt fyrir sér í því að Mohamed hugsi sér ekki til hreyfingar suður í lönd!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan